Pierre-Emerick Aubameyang, framherji Dortmund er að ganga til liðs við Arsenal en félögin náðu samkomulagi um kaupverðið á leikmanninum í morgun.
Arsenal þarf að borg tæplega 60 milljónir punda fyrir framherjann sem hefur verið sterklega orðaður við Arsenal í þessum mánuði.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool þekkir Aubameyang vel en hann fékk leikmanninn til Dortmund á sínum tíma og segir að hann sé góður strákur, þrátt fyrir að þýskir fjölmiðlar hafi verið duglegir að skrifa um mis fallega hluti um hann.
„Auba er mjög góður strákur,“ sagði Klopp.
„Auðvitað efast fólk um það, sérstaklega ef þú skoðar fréttirnar sem eru oft á tíðum skrifaðar um hann.“
„Sannleikurinn er samt sá að allar þessir fréttir eru stórlega ýktar, hann er góður strákur,“ sagði hann að lokum.