Pep Guardiola, stjóri Manchester City er allt annað en sáttur með Lee Mason, dómara.
Mason dæmdi leik City og Cardiff í enska FA-bikarnum í gærdag en Leroy Sane, sóknarmaður City var tæklaður ansi illa af Joe Bennett.
Sane verður frá í að minnsta kosti mánuð en Bennett fékk aðeins að líta gula spjaldið fyrir tæklinguna ljótu.
„Ég hef sagt þetta margoft, það eina sem dómarinn á að gera er að vernda leikmennina, ekki bara leikmenn City heldur alla leikmenn,“ sagði Guardiola.
„Það gerðist einu sinni í leiknum og svo aftur með Brahim í endann. Það þarf að verja þá og dómarinn gerði stór mistök, það var hræðilegt að horfa upp á þetta,“ sagði hann að lokum.