Aymeric Laporte, varnarmaður Athletic Bilbao er á förum til Manchester City.
City hefur nú virkjað klásúlu í samningi leikmannsins sem hljóðar uppá 57 milljónir punda en þetta staðfesti félagið núna rétt í þessu.
Laporte er staddur á Englandi en hann fer að öllum líkindum í læknisskoðun hjá félaginu á morgun.
Hann var ekki í hóp hjá félaginu um helgina sem gerði 1-1 jafntefli gegn Eibar.
Reikna má með því að félagaskiptin verði tilkynnt á morgun eða miðvikudagnn en félagskiptaglugginn lokar þann 31. janúar næstkomandi.