Arsenal og Dortmund hafa náð samkomulagi um Pierre-Emerick Aubameyang, framherja Dortmund en frá þessu greina bæði þýskir og enskir fjölmiðlar.
Kaupverðið er talið vera í kringum 60 milljónir punda og mun hann skrifa undir þriggja og hálfs árs samning við enska félagið.
Aubameyang verður því dýrasti leikmaður í sögu Arsenal en félagskiptin verða að öllum líkindum tilkynnt í dag.
Mirror greinir frá því í dag að hann muni þéna í kringum 180.000 pund á viku hjá sínu nýja félagi sem gerir hann að einum launahæsta leikmanni félagsins.