Wigan tók á móti West Ham í enska FA-bikarnum um helgina en leiknum lauk með 2-0 sigri heimamanna.
Það var Will Grigg sem skoraði bæði mörk Wigan í leiknym en á 49. mínútu fékk Arthur Masuaku að líta beint rautt spjald.
Hann hrækti í átt að Nick Powell, leikmanni Wigan og fékk að líta rauða spjaldið fyrir vikið.
Masuaku hefur nú verið dæmdur í sex leikja bann af enska knattspyrnusambandinu fyrir atvikið.