Inter Milan hefur ekki lengur áhuga á Daniel Sturridge framherja Liverpool.
Piero Ausilio stjórnarmaður félagsins segir frá þessu en Sturridge hefur ekki fengið að spila síðustu vikur.
Sturridge hefur aðeins byrjað fimm leiki á þessu tímabili.
Nú er sagt að Inter horfi frekar til Javier Pastore leikmanns PSG sem er til sölu.
,,Ég get staðfest að Inter hefur lengi horft til Pastore, við teljum hann henta okkur vel,“ sagði Piero Ausilio.