Chelsea tók á móti Newcastle í enska FA-bikarnum í dag en leiknum lauk með 3-0 sigri heimamanna.
Michy Batshuayi kom heimamönnum yfir á 31. mínútu og hann bætti svo öðru marki við á 44. mínútu og staðan því 2-0 í hálfleik.
Marcos Alonso kom Chelsea svo í 3-0 á 72. mínútu með laglegu marki, beint úr aukaspyrnu og niðurstaðan því 3-0 sigur Chelsea.
Einkunnir úr leiknum frá Mirror má sjá hér fyrir neðan.
Chelsea:
Caballero 7
Rudiger 6
Christensen 7
Cahill 7
Zappacosta 6
Drinkwater 5
Kante 6
Alonso 8 – Maður leiksins
Pedro 7
Hazard 7
Batshuayi 7
Newcastle:
Darlow 6
Manquillo 5
Lascelles 6
Mbemba 6
Clark 6
Haidara 6
Hayden 7
Shelvey 7
Saivet 5
Ritchie 6
Gayle 6