fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Matur

Spurningum ykkar svarað: Ég ætla að baka en á ekki egg – Hvað get ég gert?

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 5. febrúar 2019 18:00

Það er ýmislegt sem kemur í staðinn fyrir egg.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er fátt leiðinlegra en að ætla að baka eitthvað gómsætt en gera sér síðan grein fyrir því í miðju kafi að engin egg eru til á heimilinu. Við á matarvefnum fáum einmitt margar spurningar frá fólki í neyð um hvað í ósköpunum sé hægt að gera þá og sleppa við ferð í matvöruverslunina í miðjum klíðum.

Það kemur kannski á óvart að það er hægt að nota ýmislegt í staðinn fyrir egg í uppskriftum.

Til dæmis er hægt að nota þrjár matskeiðar af mæjónesi í staðinn fyrir eitt egg, en eins og margir vita eru eggjarauður aðaluppistaðan í mæjónesi. Við mælum þó ekki með að nota mæjónes í staðinn fyrir öll eggin ef uppskriftin kallar á fjögur egg eða fleiri.

Einnig er hægt að mauka banana og blanda honum saman við hálfa teskeið af lyftidufti í staðinn fyrir eitt egg. Þessi leið er góð þegar um eitt til tvö egg ræðir í uppskrift.

Ef aðeins er eitt egg í uppskriftinni er tilvalið að blanda saman tveimur matskeiðum af vatni, einni matskeið af olíu og tveimur teskeiðum af lyftidufti. Það svínvirkar.

Svo eru það þeir sem þola alls ekki egg og vilja jafnvel minnka fituinnihald í uppskriftum. Þá er hægt að nota eina litla dós af sódavatni, eða 330 sentilítra, í staðinn fyrir egg, olíu og vatn í kökumixi sem keypt er úti í búð. Þá er einnig hægt að nota um það bil 1/4 af bolla, eða sextíu grömm, fyrir hvert egg í öðrum hefðbundnum uppskriftum.

Sjá einnig:

Eitt besta húsráð sem við höfum heyrt: Sjáðu hvað þú getur notað í bakstur í staðinn fyrir egg

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa