fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Matur

Húsráð ársins: Fjarlægið rauðvínsbletti með mjólk

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 28. desember 2018 22:00

Fyrir og eftir mynd af flík sem hefur farið í mjólkurbað.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er fátt leiðinlegra en að sulla rauðvíni í hvít föt, en oft virðist það vera þannig að hvít föt sogi að sér rauðvínsbletti.

Á vef Daily Mail er hins vegar sagt frá húsráði úr smiðju ástralskra mæðra sem er vægast sagt húsráð ársins. Húsráðið felst í því að leggja hvít föt með rauðvínsblettum í bleyti í mjólk. Þegar að rauðvínsblettirnir eru síðan horfnir er flíkin sett í þvottavél og þvegin til að losna við mjólkurlyktina. Er það fullyrt í greininni að þetta húsráð svínvirki, en best er að vera með fitumikla mjólk þar sem að fitan dragi rauðvínið í sig.

Hins vegar á eingöngu að nota þetta húsráð þegar um föt, eða eitthvað sem hægt er að setja í þvottavél, ræðir. Ef þessi aðferð er notuð á til dæmis teppi á gólfum er hætta við að mjólkin mygli og framkalli afar fúlan fnyk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa