fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Matur

Ekki eyða jólunum á klósettinu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 19. desember 2018 19:30

Klósettjól eru ekkert spes.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú eru flestir eflaust búnir að ákveða hvað á að vera í jólamatinn og farnir að undirbúa kræsingarnar. Að því tilefni vill Matvælastofnun, MAST, koma mikilvægum upplýsingum til landsmanna um matargerð til að forðast matarborna sjúkdóma.

„Sjúkdómsvaldandi bakteríur geta borist inn í eldhúsið með kjöti og jarðvegi sem fylgir grænmeti og borist þaðan í önnur matvæli á eldhúsborðinu eða í ísskápnum. Einnig geta þær borist í matvæli frá þeim sem meðhöndlar matvælin og frá þeim búnaði og áhöldum sem eru notuð í eldhúsinu,“ stendur í frétt á vef MAST og bætt við að hreinlæti, kæling og rétt hitun matvæla skipti höfuðmáli.

„Nóróveirur geta dreift sér hratt á jólunum og mikilvægt að einstaklingar með einkenni matarborna sjúkdóma haldi sig frá matargerð. Reglulegur handþvottur minnkar líkur á smiti milli aðila eða frá menguðum matvælum.“

Handþvottur er mjög mikilvægur í eldhúsinu.

Skúra, skrúbba, bóna

MAST býður einnig upp á eins konar tékklista og brýnir fyrir fólki að hafa þessi atriði í huga við matargerð, um jólin sem og á öðrum tímum:

• Hrátt kjöt og safi úr því skal ekki komast í snertingu við matvæli sem eru tilbúin til neyslu.
• Þvoum ávexti og grænmeti til að varna því að bakteríur af því berist í matvæli sem eru tilbúin til neyslu.
• Þvoum hendur áður en hafist er handa við matreiðslu og eftir snertingu við hrátt kjöt og óþvegið grænmeti.
• Þrífum skurðarbretti og áhöld strax eftir notkun eða notum sérstök skurðarbretti fyrir kjöt, grænmeti og tilbúin matvæli.
• Skipuleggjum ískápinn vel og höldum honum hreinum til að varna því að krossmengun verði þar.
• Skiptum reglulega um borðtuskur, viskastykki og handþurrkur.

Bakteríur fjölga sér mjög hratt

Er einnig bent á í fréttinni að takmarka ætti þann tíma sem mikilvæg matvæli eyða við stofuhita.

Varast skal að geyma viðkvæm matvæli of lengi við stofuhita.

„Bakteríur fjölga sér mjög hratt við kjöraðstæður. Við 37°C getur ein baktería fjölgað sér í 1000 á 3 tímum og í 1 milljón á 6 tímum. Það er því mikilvægt að geyma og meðhöndla matvæli við það hitastig að komið verði í veg fyrir hraða fjölgun baktería með því að takmarka þann tíma sem viðkvæm matvæli, s.s. reyktur og grafinn fiskur og álegg er á borðum við stofuhita. Mest hætta er á fjölgun baktería þegar hitastig matvælanna er milli 5 og 60°C. Nægileg hitameðhöndlun drepur bakteríur og geymsla við kælihitastig (0-4°C) takmarkar fjölgun þeirra. Ef halda á matvælum heitum skal þeim haldið við 60°C og við kælingu hitaðra matvæla skal gæta þess að þau nái 4°C á 3 tímum.“

Ættu sem flestir að lesa þessar ráðleggingar MAST, enda geta matarbornir sjúkdómar sett strik í reikninginn í jólahaldinu.

„Landsmenn eru hvattir til að tileinka sér hreinlæti, rétta meðhöndlun og kælingu matvæla í eldhúsinu svo koma megi í veg fyrir að matarbornir sjúkdómar spilli jólagleðinni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa