fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Matur

4 leiðir til að mýkja púðursykur

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 23. október 2018 09:50

Það verður að geyma púðursykur vel.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Púðursykur verður sem steinn ef hann er ekki geymdur í góðum og þéttum umbúðum og er ofboðslega leiðinlegt að stefna rakleiðis í bakstur og komast að því að púðursykurinn er grjótharður. Hér eru fjórar leiðir til að mýkja hann upp svo hann endi ekki í ruslinu.

Brauð til bjargar

Melassinn í púðursykri tapar raka sínum þegar hann kemst í kynni við loft – það er að segja þegar púðursykurinn er ekki geymdur í lofttæmdum umbúðum. Hins vegar er þjóðráð að setja brauðsneið í umbúðir með sykrinum til að mýkja hann upp því sykurinn dregur í sig rakann frá brauðinu. Brauðið harðnar á meðan sykurinn mýkist.

Ein brauðsneið og málið er dautt.

Sykurpúðar svínvirka

Sykurpúðar gefa púðursykrinum einnig raka, líkt og brauð. Þannig að það er tilvalið að fórna nokkrum sykurpúðum í skiptum fyrir dúnmjúkan og dásamlegan púðursykur.

Hvað eru nokkrir sykurpúðar á milli vina?

Eplin virka líka

Ef þú átt hvorki brauð né sykurpúða virka epli á nákvæmlega sama hátt. Setjið nokkrar sneiðar í umbúðir ásamt harða púðursykrinum og innan dags eða tveggja verður sykurinn sem nýr.

Eplin leyna á sér.

Lofttæmdar umbúðir

Nú er búið að svara því hvernig hægt er að mýkja púðursykur en besta ráðið er auðvitað að geyma hann rétt frá byrjun. Hann er best geymdur í lofttæmdum umbúðum þannig að ekkert loft komist inn í umbúðirnar og steli öllum rakanum.

Hugsum um púðursykurinn.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa