fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Foreldrarnir rjúfa þögnina: Vilja að hann dragi játninguna til baka

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 14. nóvember 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mál 33 ára fjölskylduföður í Colorado í Bandaríkjunum, Chris Watts, hefur vakið mikinn óhug enda játaði hann á dögunum að hafa myrt eiginkonu sína og tvær barnungar dætur, fjögurra og þriggja ára. Með játningu sinni komst Watts hjá því að verða dæmdur til dauða en hann á lífstíðarfangelsi án möguleika á reynslulausn yfir höfði sér.

Morðin áttu sér stað í ágústmánuði og faldi Watts líkin í kjölfarið. Eftir að tilkynnt var um hvarf mæðgnanna steig Watts fram í viðtölum þar sem hann biðlaði til þeirra að hafa samband ef þær væru heilar á húfi. Við yfirheyrslur hjá lögreglu viðurkenndi hann síðan að hafa banað eiginkonu sinni, Shanann, eftir að hún drap dætur þeirra, Celeste og Bellu.

Þegar málið var tekið fyrir hjá dómstólum í síðustu viku breytti Watts framburði sínum og játaði á sig þrjú morð. Þar með komst hann hjá því að verða dæmdur til dauða, samkvæmt samkomulagi við saksóknara.

Eðli málsins samkvæmt hefur málið vakið mikinn óhug og hafa fjölmiðlar í Colorado fjallað ítarlega um það.

Nú síðast í gær stigu foreldrar Watts fram í viðtali við Denver Post þar sem þau sögðust ekki trúa því að sonur þeirra hafi myrt báðar dætur sínar. Watts hafði áður sagt föður sínum að hann hafi drepið Shanann eftir að hún drap stúlkurnar. Telja foreldrar hans að hann hafi verið þvingaður til að játa öll morðin á sig.

„Ég veit að hann játaði en hann var þvingaður til þess,“ sagði móðir hans, Cynthia, í viðtalinu. „Ég vil að hann dragi samkomulagið við saksóknara til baka.“

Hún segist vera búin að sætta sig við að sonur hennar muni deyja í fangelsi – hvernig sem fer, en hún hafi enga trú á því að hann hafi gert börnunum mein.

Mæðgurnar fundust látnar í olíutunnum nokkrum dögum eftir að þær voru myrtar, en þess má geta að Shanann var ólétt af þeirra þriðja barni. Við rannsókn málsins kom í ljós að Watts hafði haldið fram hjá eiginkonu sinni og hjónabandið stóð á brauðfótum.

Foreldrar Shanann samþykktu samkomulag saksóknara við Watts þess efnis að hann fengi lífstíðardóm, en ekki dauðadóm. „Hann tók ákvörðun um að enda líf þeirra en ég vil ekki vera í þeirri aðstöðu að taka ákvörðun um líf hans,“ sagði Sandra Rzucek, móðir Shanann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis