fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Tók vinkonu sína hálstaki og kastaði í hana poka með glerflöskum: Kvaðst hafa haldið að sér yrði rænt

Auður Ösp
Miðvikudaginn 14. nóvember 2018 19:00

Reykjanesbær. Myndin er úr safni og engist frétt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

29 ára karlmaður hefur verið dæmdur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir tvær líkamsárásir á vinkonu sína. Samkvæmt ákæru var seinni árásin sérstaklega hættuleg. Fórnarlambið í málinu krafðist skaða- og miskabóta að fjárhæð 950.000 krónur en þeirri kröfu var vísað frá dómi. Ástæðan var sú að engin sönnunargögn voru lögð fram önnur en ljósmyndir af áverkum konunnar sem teknar voru af lögreglu. Dómur féll í Héraðsdómi Reykjaness í morgun.

Í annarlegu ástandi

Árásirnar áttu sér stað með stuttu millibilli aðfaranótt þriðjudagsins 3. janúar 2017. Fram kemur í frumskýrslu lögreglu að lögregla hafi á miðnætti haft afskipti af kyrrstæðri bifreið í Reykjanesbæ en á vettvangi voru maðurinn, konan sem varð fyrir árásinni auk annarrar konu.

Konan sem varð fyrir árásinni tjáði lögreglu að hún hefði setið í ökumannsætinu þegar árásarmaðurinn tók hana hálstaki og reyndi að kyrkja hana.  Hún hefði farið út úr bifreiðinni og opnað afturhurðina en hefði maðurinn kastað poka með áfengisflöskum í andlit hennar. Í ákæru kemur fram að pokinn hafi lent í hægri kinn hennar en af þessu hlaut hún roða á hægri kinn.

Hinn ákærði var handtekinn í kjölfarið og var hann í mjög annarlegu ástandi. Konurnar tvær voru einnig voru einnig handteknar vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Fyrir dómi sagðist maðurinn muna eftir að hafa farið í bíl til brotaþolans og hinnar konunnar þessa nótt, í þeim tilgangi að sýna þeim armbandsúr sem hann hafði í fórum sínum. Þær hefðu sagst vera á stolnum bíl og verið undir áhrifum. Hann hefði séð sprautur í bílnum og hann hefði jafnvel haldið að þær ætluðu að ræna sér. Hann hefði því viljað komast út úr bifreiðinni. Þegar bifreiðin hefði stöðvast hefði lögregla komið á vettvang. Þá sagðist hann hafa verið undir áhrifum áfengis er þetta gerðist og hann myndi ekki vel eftir því hvað átti sér stað, enda langt um liðið.

Heyrðu öskur og læti

Konan sem varð fyrir árásunum sagði manninn hafa hringt í sig þetta kvöld og beðið hana að sækja sig til föður síns. Það hefði hún gert með vinkonu sinni, sem hefði ekið bifreiðinni.Lýsti hún því þannig að eftir að hún komst út úr bílnum hefði hann hent í hana vínflöskum þar sem hún stóð fyrir utan bifreiðina. Ein flaska hefði lent í andliti hennar. Sagðist hún hafa verið undir áhrifum þetta kvöld en taldi sig muna þetta mjög vel.

Lögreglumaður sem bar vitni fyrir dómi lýsti því þannig að hann og samstarfsmaður hans hefðu tekið eftir bifreiðinni þar sem hún var kyrrstæð og eitthvað hefði vakið athygli þeirra, öskur og læti. Þau hefðu séð stelpu standa fyrir utan bifreiðina og séð hvar poki kom fljúgandi út úr bifreiðinni og lenti á stúlkunni.

Í niðurstöðu dómsins kemur fram að í skýrslu hjá lögreglu hafi maðurinn hvorki játað eða neitað sakargiftum. Neitun hans virðist því fyrst og fremst byggjast á því að hann telji ólíklegt að hann sýni af sér slíka háttsemi fremur en að hann muni hvað gerðist í umrætt sinn.

Dómurinn tók til greina vitnisburð fórnarlambsins og hinnar konunnar auk þess sem ljósmyndir af fórnarlambinu þóttu renna stoð undir þann framburð. Fram kemur að brotaþolinn hafi verið staðföst í framburði sínum fyrir dómi og hjá lögreglu og þá var einnig litið til vitnisburðar ofangreinds lögreglumanns fyrir dómnum.

Fram kemur að maðurinn hafi árið 2017 verið dæmdur til þriggja mánaða fangelsisvistar skilorðsbundið í tvö ár fyrir þjófnaðarbrot. Brotin sem hann er sakfelldur fyrir nú voru framin fyrir uppkvaðningu þess dóms og var því ákveðið að að taka framangreinda refsingu upp og dæma með hinu nýja. Fram kemur í niðurstöðu dómsins að um alvarlegan verknað er að ræða þó að brotaþoli hafi ekki hlotið varanlegt líkamstjón. Á hinn bóginn verður og til þess litið að hinn ákærði hefur ekki áður sætt refsingu fyrir ofbeldisverknað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“