fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Viljinn: Björn Ingi Hrafnsson ritstýrir nýjum vefmiðli

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 10. nóvember 2018 14:36

Björn Ingi Björnsson er stemmingsmaður

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég var að verða níu ára vestur á Flateyri við Önundarfjörð þegar ég ákvað að verða blaðamaður. Ég stofnaði þá blaðið Viljann og gaf út, vélritaði það upp (engar tölvur til) og fyrstu blöðin voru fjölrituð. Nú kynnum við til leiks nýjan vefmiðil — Viljinn.is — og vonum að landsmönnum líki vel,“ skrifar Björn Ingi Hrafnsson í yfirlýsingu þar sem hann fylgir úr hlaði nýjum vefmiðli, Viljinn.is, þar sem hann er ritstjóri.

Björn Ingi lýsir Viljanum sem borgaralegum fjölmiðli þar sem áhersla verður lögð á að dýpka umræðuna, fremur en keppast við að birta fréttirnar sem allir aðrir eru að birta. Jafnframt segir á vefnum um þennan nýja fjölmiðil:

„Hann hefur skoðun á málum, vill að betur sé hugað að eldri borgurum og barnafjölskyldum, vill huga að gömlum og góðum gildum og telur að gera þurfi stórátak í húsnæðismálum til að skapa sátt milli kynslóðanna. Viljinn er öðrum þræði hugveita fyrir áhugaverðar tillögur um það sem betur má fara og mun m.a. gangast fyrir ráðstefnum, skoðanakönnunum og fleiru.“

Björn Ingi er þekktur fyrir feril sinn í stjórnmálum, var til dæmis lengi borgarfulltrúi Framsóknarflokksins. Björn Ingi stofnaði vefmiðilinn Pressuna árið 2009 og árið 2015 varð hann útgefandi DV og gegndi því hlutverki fram á haustið 2017 er nýir eigendur tóku við DV.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Blöskrar fréttaflutningur af minnkandi spilakassatekjum -„Þarna sýndi Rauði krossinn sitt rétta andlit frammi fyrir alþjóð“

Blöskrar fréttaflutningur af minnkandi spilakassatekjum -„Þarna sýndi Rauði krossinn sitt rétta andlit frammi fyrir alþjóð“
Fréttir
Í gær

Segir ekki einn heldur tvo frambjóðendur hafa skuldað sér áratugum saman – „Ef þeir gera upp við mig þá fyrirgef ég þeim að sjálfsögðu“

Segir ekki einn heldur tvo frambjóðendur hafa skuldað sér áratugum saman – „Ef þeir gera upp við mig þá fyrirgef ég þeim að sjálfsögðu“
Fréttir
Í gær

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur
Fréttir
Í gær

Seesaw-deilur Reykjavíkur og Persónuverndar beint í Hæstarétt

Seesaw-deilur Reykjavíkur og Persónuverndar beint í Hæstarétt
Fréttir
Í gær

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips
Fréttir
Í gær

Bretar vilja láta Úkraínu fá nýtt ofurvopn – Myndband

Bretar vilja láta Úkraínu fá nýtt ofurvopn – Myndband