Fréttir

Jón Steinar býðst til að verja Hildi Lilliendahl ef hún verður rekin

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 21. október 2018 14:40

Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður býðst til að verja Hildi Lilliendahl Viggósdóttur ef hún verður rekin úr vinnu vegna ummæla sem hún lét falla um Jón Steinar inni á Facebook-hópnum Karlar gera merkilega hluti. Þetta segir hann í aðsendri grein á Eyjunni.

Sjá hér: Fyrirgefningin

Málið hófst með grein Jóns Steinars í Morgunblaðinu í vikunni þar sem hann nafngreinir einstaklinga sem hafa kallað hann „ógeð“, „kvikindi“ og „viðbjóður“ svo dæmi séu tekin, þar á meðal Hildi Lilliendahl.

Sjá einnig: Jón Steinar kallaður fáviti, ógeð og kvikindi á lokaðri síðu

Sjá einnig: Sóley, Hildur og Sæunn segja að Jón Steinar ætti kannski að fyrirgefa þeim eins og að fyrirgefa átti Róbert Downey

Jón Steinar segir að hann hafi aldrei fengið önnur eins viðbrögð við grein og segir frá samtali sem hann átti við konu sem hringdi í hann og sagði að það ætti að reka Hildi, en Hildur starfar sem verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg. Jón Steinar segir að konurnar sem töluðu um hann í hópnum hafi ekki viljað tala við sig nema á opinberum vettvangi, en Hildur birti opið bréf til hans í morgun.

Sjá einnig: Hildur Lilliendahl:„Takk fyrir þetta, Jón Steinar. Vonandi líður þér betur.“

Jón Steinar beinir svo orðum sínum til Hildar Lilliendahl:

„Ég vil því taka hér fram að ein þeirra fjölmörgu kvenna sem hringdu til mín um helgina kallaði þig, Hildur Lilliendahl Viggósdóttir, nettröll og femínistatussu. Sagði hún alkunnugt, að þú værir bara áskrifandi launa hjá Reykjavíkurborg án þess að gera neitt í vinnunni annað en að hanga í tölvunni þinni til að iðka femínisma. Ég sussaði á konuna og sagði henni að nota ekki svona talsmáta. Og við þig Hildur, segi ég bara að verðir þú rekin úr vinnunni, eins og viðmælandi minn taldi borginni skylt að gera, getur þú leitað til mín. Ég fer með fleiri mál þar sem starfsmönnum hefur verið vikið úr vinnu fyrir að tjá skoðanir utan atvinnunnar. Ég er með skrifstofu að Síðumúla 27, efri hæð. Hringdu samt á undan þér svo við getum fest viðtalstíma.

Svo endurtek ég boð mitt um að koma á fund ykkar svæðiskvenna til að ræða málið. Ég trúi því ekki að þið óttist að skiptast á orðum við gæðablóð eins og mig, nú þegar þið hafið fallist á sjónarmið mín um að halda umræðum innan siðgæðismarka. Ég geri bara þá kröfu til fundarins að einn tali í einu og ég fái svipaðan tíma og þið. Þið megið tilnefna fundarstjóra.“

Hér má lesa grein Jóns Steinars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum
Handteknir vegna ráns
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jón vill að líkum Kristins og Þorsteins verði komið heim: „Ég var þeirra ferðafélagi og átti að vera í þessu“

Jón vill að líkum Kristins og Þorsteins verði komið heim: „Ég var þeirra ferðafélagi og átti að vera í þessu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Búið að opna Sæbraut

Búið að opna Sæbraut