fbpx
Sunnudagur 20.janúar 2019
Fréttir

Húseigandi á Suðurnesjum kom að óboðnum gesti í stofunni

Auður Ösp
Þriðjudaginn 16. október 2018 15:52

Óboðinn, ölvaður gestur heimsótti heimili í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í gærkvöldi og hreiðraði um sig í sófa í stofunni. Húsráðandi var á efri hæð að horfa á sjónvarp þegar hann heyrði umgang á neðri hæðinni.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurnesjum. Húsráðandi taldi  í fyrstu að þarna væru heimilisvinir á ferðinni en ákvað svo að athuga málið nánar og fór niður á neðri hæð. Þar sat hinn óboðni í stofusófanum og lét fara vel um sig.

Erfiðlega gekk að ræða við hann sökum tungumálaörðugleika. Lögreglumenn fjarlægðu hann af heimilinu og fluttu hann á lögreglustöð þar sem hann fékk gistingu að eigin ósk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Yfirlögregluþjónn dæmdur fyrir kaup á vændi – Stuttu seinna dæmdur fyrir líkamsárás

Yfirlögregluþjónn dæmdur fyrir kaup á vændi – Stuttu seinna dæmdur fyrir líkamsárás
Fréttir
Fyrir 3 dögum

10 ára áskorunin: Saklaus samfélagsmiðlaleikur eða útsmogið trikk?

10 ára áskorunin: Saklaus samfélagsmiðlaleikur eða útsmogið trikk?