fbpx
Fréttir

Níðingshjónin í Sandgerði sögð strangtrúuð – Eitt ógeðslegasta barnaníðsmál sögunnar

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 10. október 2018 06:04

Íbúum í Sandgerði og víðar er mjög brugðið vegna grófs kynferðisbrotamáls sem fjölmiðlar hafa fjallað um að undanförnu. Hjón, sem eru búsett í bænum, sitja í gæsluvarðhaldi en þau eru grunuð um gróf kynferðisbrot gegn börnum sínum. Hjónin eru sögð strangtrúuð. Innan réttarvörslukerfisins segir fólk að málið sé eitt það „ógeðslegasta í sögunni.“

Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Blaðið hefur eftir nágranna hjónanna að fólki sé mjög brugðið og málið sé umtalið og margir séu mjög reiðir.

Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan í júlí en þá voru hjónin handtekin. Konan sat í gæsluvarðhaldi í tvær vikur í kjölfar handtökunnar en var síðan látin laus. Konan játaði sök að hluta í sumar og var því sleppt úr haldi í kjölfarið. Hún sagðist þá hafa verið mjög ölvuð þegar nauðgunin átti sér stað og gerði lítið úr eigin þætti í málinu. Hún var nýlega úrskurðuð aftur í gæsluvarðhald og staðfesti Landsréttur úrskurðinn. Í honum kemur fram að parið sé ákært fyrir að hafa nauðgað dóttur konunnar, stjúpdóttur mannsins, og tekið allt upp á myndbönd og að hafa tekið ljósmyndir. Þau eru einnig ákærð fyrir að hafa gefið stúlkunni áfengi og fyrir framleiðslu barnakláms.

Eins og DV skýrði frá á mánudaginn eru myndbandsupptökur meðal rannsóknargagna í málinu en um þær segir meðal annars í úrskurði Landsréttar:

Meðal rannsóknargagna eru myndbandsupptökur sem fundust í myndavél í fataskáp á heimili ákærðu. Sjá og heyra megi af þeim myndskeiðum að þáttur ákærðu í brotum gegn A sé mikill, og sé hún aðalmaður í brotum ákærða að mati ákæruvaldsins, þar sem hún taki virkan þátt í brotum gegn stúlkunni.

Samkvæmt ákærunni fylgdist systir stúlkunnar, sem hjónin eiga saman, með þessu. Stúlkurnar eru báðar yngri en 15 ára.

Fréttablaðið segist hafa heimildir fyrir að maðurinn sé strangtrúaður en hann er sagður vera frá Akranesi. Hann er á sextugsaldri en konan er á fertugsaldri. Þau eru sögð hafa kynnst fyrir um 10 árum í gegnum trú sína. Konan er ættuð af Suðurnesjum. Fjölskyldan hefur verið búsett í Sandgerði undanfarin misseri en bjó þar áður á Akranesi.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

80 prósent íslenskra fyrirtækja hafa orðið fyrir árásum tölvuþrjóta

80 prósent íslenskra fyrirtækja hafa orðið fyrir árásum tölvuþrjóta
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Flensan er komin til landsins

Flensan er komin til landsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórarinn ætlar að gera hvað sem er til að koma í veg fyrir að IKEA-geitin verið brennd niður aftur: „Þetta er eins og í Tomma og Jenna“

Þórarinn ætlar að gera hvað sem er til að koma í veg fyrir að IKEA-geitin verið brennd niður aftur: „Þetta er eins og í Tomma og Jenna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Efni keypt af verktökum með 10% álagi – „Það var samið um það“

Efni keypt af verktökum með 10% álagi – „Það var samið um það“