fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Primera Air á leið í þrot – „Viðskiptavinir Heimsferða þurfa ekki að hafa áhyggjur“

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Mánudaginn 1. október 2018 17:26

Andri Már var aðaleigandi Primera Air.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Primera Air Nordic og Primera Air Scandinavia munu sækja um greiðslustöðvun á morgun. Þetta staðfestir Tómas J. Gestsson, framkvæmdasstjóri Heimsferða. Fyrr í dag barst öllu starfsfólki Primera Air bréf þess efnis að flugfélagið mun ekki getað starfað lengur, en eigendur þess hafa undanfarna mánuði unnið að því að reyna endurfjármagna rekstur flugfélagsins, en án árangurs.

Fólk sem hefur keypt sér utanlandsferðir hjá Heimsferðum þarf ekki að hafa áhyggjur þar sem ferðaskrifstofan hefur gert samning við annað flugfélag sem mun sinna öllu flugi fyrir ferðaskrifstofuna. Hafi fólk verslað sér flug beint í gegnum Primera Air þarf það að hafa samband við kreditkortafyrirtækið sitt til að fá fargjaldið endurgreitt. „Viðskiptavinir Heimsferða þurfa ekki að hafa áhyggjur,“ segir Tómas.

Í yfirlýsingu frá Heimsferðum kemur fram að allt flug hafi verið flutt til fyrirtækisins Travelservice sem er staðsett í Tékklandi.

Hér að neðan má sjá yfirlýsinguna í heild frá Heimsferðum.

Frá og með morgundeginum 2.október, hættir Primera Air starfsemi og fer fram á greiðslustöðvun. Þetta eru mikil vonbrigði fyrir starfsfólk og viðskiptavini félagsins eftir árangursríkan rekstur í 14 ár. Í kjölfar þungbærra áfalla á síðsta ári, þegar félagið misst vél úr flota sínum vegna tæringar, sem hafði í för með sér viðbótarkostnað að upphæð 1,5 miljarðs króna.  Og á þessu ári,  í kjölfar mikilla seinkana á afhendingu véla frá Airbus til félagsins, sem kostaði félagið yfir 2 milljarða króna á árinu, þá var ljóst að félagið gat ekki haldið áfram nema með verulegri hlutafjáraukningu, til að mæta tapi, sem og fyrir framtíðaruppbyggingu félagsins. Á næsta ári átti félagið að taka á móti 10 nýju flugvélum frá Boeing. Í ljósi erfiðra rekstraraðstæðna í flugrekstri í dag, hás olíuverðs, mjög lágs farmiðaverðs á öllum mörkuðum, og sem mun lækka enn frekar, þá tók stjórn félagins þá ákvörðun að hætta rekstri núna, á tímapunkti sem hægt er að lágmarka óþægindi til viðskiptavina. Einnig á sama tíma, er það ábyrgðarhluti að fara í svo stóra fjárfestingu í nýjum vélum eins og til stóð, ef ekki er hægt að fulltryggja það verkefni til enda, og til að koma í veg fyrir tjón birgja og leigusala.

Unnið verður með flugmálastjórnum Danmerkur og Lettlands í að leysa úr málum farþega sem eiga bókuð flug. Verða upplýsingar um það á heimasíðu félagsins. Öll flug fyrir íslenskar ferðaskrifstofur hafa verið flutt til annarra flugfélaga, og munu ferðaskrifstofur upplýsa farþega sína um það, en engin röskun verður á flugi ferðaskrifstofa  frá Íslandi. Heimsferðir hafa flutt alla samninga sína til Travelservice, og munu aðstoða farþega Primera Air til tryggja að allir komist á áfangastað og til landsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu