fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Gilbert gaf fátækum börnum skó

Ritstjórn DV
Föstudaginn 23. mars 2018 20:00

Gilbert segir að mikil fátækt sé í hverfinu. Gilbert gefur ungum dreng skópar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Börnin í skýjunum með gjöfina

Gilbert Sigurðsson dvelur þessa dagana í borginni Pereira í Kólumbíu. Eins og í öllum borgum er mikil fátækt á svæðinu. Gilbert sem er á ferðalagi um Kólumbíu kveðst lengi hafa dreymt um að skoða landið og uppgötva hvað það hefur upp á að bjóða, bæði jákvætt og neikvætt.

„Hér er mikil stéttaskipting og stór gjá á milli þeirra ríku og fátæku. Sumir geta eignast allt sem hugurinn girnist á meðan aðrir eiga vart til hnífs og skeiðar. Svo eru aðrir sem hafa ekki einu sinni efni á að kaupa sér skó.“

Gilbert hefur á samskiptamiðlum, Snapchat og Facebook, tjáð sig um upplifun sína á landinu. Greindi Gilbert frá því að hann hefði að kvöldi til verið á leið að heimsækja fjölskyldu sem hann þekkir, sem býr í litlum bæ, þegar hann villtist af leið inn í fátækrahverfi sem heitir Caimalito. Það fyrsta sem hann tók eftir var að mörg börn voru skólaus og fólk bjó í hrörlegum kofum. Gilbert ákvað því að grípa til sinna ráða og keypti fimmtán skópör og ákvað að koma aftur að degi til og láta gott af sér leiða. Í samtali við DV kvaðst Gilbert ekki vera hrifinn af slíkri umfjöllun þar sem gjafir til þessara fátæku barna væru sjálfsagt mál og ekkert til að hreykja sér af.

„Ef það verður til þess að hvetja fleiri til að láta gott af sér leiða er það mér að meinalausu að greint sé frá þessu en á sama tíma vil ég koma því á framfæri að ég þarf ekkert klapp á bakið fyrir að aðstoða eða gleðja börnin. Lífið snýst um að lyfta fólki sem þarf á því að halda en ekki toga það niður.“

Ferðin í fátækrahverfið

Telpa fær skó. Segir Gilbert að erfitt hafi verið að yfirgefa þorpið án þess að gefa öllum gjöf

Gilbert villtist, eins og áður segir, inn í hverfið að nóttu til en var staðráðinn í að koma aftur hið fyrsta, þá færandi hendi. Að nokkrum dögum liðum fór hann ásamt kólumbískum vini í skóbúð þar sem fest voru kaup á 15 nýjum skópörum fyrir stráka og stelpur.

„Þetta er einn magnaðist dagur sem ég hef upplifað. Íbúar búa við kröpp kjör og ömurlegar aðstæður, en eru með hjarta úr gulli. Eftir nokkra tíma þarna tekur þú ekki lífinu sem sjálfsögðum hlut og mitt viðhorf til lífsins breyttist þennan dag. Þarna bjó fólk í kofum á meðan okkar helstu áhyggjur heima snúast um hvort við komumst í Costco í mánuðinum. Hverfið er afar hættulegt en ef þú ferð inn í það með kærleika og bros á vör er þér fagnað. Þegar ég kom þarna fyrst tók ég eftir mörgum berfættum börnum og þá kviknaði sú hugmynd að gefa þeim nýja skó.“

Gilbert kveðst hafa rætt við foreldra barnanna áður en hann færði þeim gjafir. Var því tekið af miklu þakklæti.

„Þetta snerti mig afskaplega mikið og ég var klökkur allan tímann á meðan ég dvaldi í hverfinu. Við gáfum börnum á öllum aldri skó. Þegar við fórum þaðan vorum við eltir af fjölda barna. Það var erfitt að geta ekki gefið öllum gjafir,“ segir Gilbert.

„Okkur var þakkað fyrir með faðmlögum og kossum. Ótrúlegt fólk sem býr við aðstæður sem enginn á að þurfa að upplifa. Það var erfitt að verða vitni að fátæktinni og aðeins þess vegna, fólksins og barnanna, vil ég opna mig um þessa lífsreynslu, til að hvetja ykkur öll hin ef þið hafið færi á að láta gott af ykkur leiða. Ég veit að það er líka fátækt heima og ekki eru allir í aðstöðu til að hjálpa til en við sem erum fær um slíkt, það er skylda okkar að gera heiminn aðeins betri. Þú þarft ekki að vera milljónamæringur, ef þú hefur efni á einu skópari og gefur það með bros á vör getur þú breytt lífi fólks.“

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Í gær

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat