fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Hún elskaði kannski Raymond en ekki Ísland

Patricia Heaton er yfirlýstur andstæðingur fóstureyðinga

Hjálmar Friðriksson
Þriðjudaginn 15. ágúst 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Patricia Heaton, sem er flestum Íslendingum kunn fyrir leik sinn sem Debra Barone, eiginkonu Raymond Barone, í þáttunum Everybody Loves Raymond, er æf yfir frétt CBS um hvernig Downs heilkennið sé svo gott sem að hverfa á Íslandi. Á Íslandi er nær öllum fóstrum sem greinast með Downs heilkennið eytt.

Patricia Heaton segir Íslendinga ekki vera að útrýma heilkenninu heldur séu Íslendingar að drepa alla þá sem hafa heilkennið. Hún telur stóran mun á því tvennu. Heaton er yfirlýstur andstæðingur fóstureyðinga og margoft tjáð sig um það málefni á Twitter og í viðtölum. Árið 2014 vöktu ummæli hennar um að skoðun hennar væri ekki vinsæl í Hollywood athygli.

Annar þekktur bandarískur leikari, James Woods, deilir jafnframt frétt CBS á Twitter-síðu sinni. Hann skrifar einfaldlega: „Og þá er það byrjað…“ Woods hefur í seinni tíð verið einna helst þekktur fyrir mjög hægrisinnaðar skoðanir og er hann til að mynda yfirlýstur stuðningsmaður Donald Trump.

Andstæðingur Trump í forvali Repúblíkanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í fyrra deilir jafnframt fréttinni á Twitter-síðu sinni og segir að Íslendingar ættu fremur að láta sér annt um börn með Downs en að eyða þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“