fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Gunnar slapp ótrúlega vel frá hörðum árekstri – Sannfærður um að Ester Eva hafi vakað yfir sér: „Takk fyrir það dúllan mín“

Hjálmar Friðriksson
Þriðjudaginn 1. ágúst 2017 09:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Gunnarson slapp með ótrúlegum hætti óskaddaður, nánast án skrámu, eftir harðan árekstur skammt frá Þrastarlundi á fimmtudaginn. Gunnar er faðir Esterar Evu sem lést langt fyrir aldur fram þann 2. júní síðastliðinn, aðeins 28 ára gömul. Frétt DV um að hún hafi lifað í þrjá daga sem gift kona vakti mikla athygli. Gunnar vill sérstaklega koma þökkum áleiðis til þeirra sem styrktu drengi Esterar og lögðu inn á þar til gerðan styrktarreikning.

Sjá einnig: Ester Eva er látin – Lifði í 3 daga, sem gift kona – „Hún trúði á merki um líf eftir dauðann og ég fann fyrir slíku sólarhring eftir að hún skildi við“

Gunnar telur að Ester hafi haldið yfir sér verndarhendi enda hefði hæglega getað farið verr líkt og sjá má á myndum af vettvangi. „Það á ekki af manni að ganga, maður er heppinn að vera á lífi, og óbrotinn eftir að hafa lent í gríðarlega hörðum árekstri fyrr í dag. Sem betur sluppu útlendingarnir líka með skrekkinn en ef ég hefði verið með farþega þá bíð ég ekki í það,“ skrifar Gunnar á Facebook-síðu sinni.

Gunnar segir í samtali við DV að hann hafi komið heill út úr brakinu en ef hann hefði verið með farþega þá væri sá sennilega ekki til frásagnar því mælaborðið var við sætisbakið. „Ég fann á mér að þessi dagur yrði öðruvísi og en vissi ekki hvernig. Ég kippti mer ekki mikið upp við þetta og var feginn að enginn slasaðist alvarlega,“ segir Gunnar.

Hann segir þó að þessi vegspotti við gatnamót Biskupstungnabrautar og Grafningsvegar, vestan við brúna yfir Sogið hjá Þrastarlundi sé hættulegur. „Þessi vegspotti er hættulegur og nokkrar hálfgerðar blindhæðir áður en komið er að brúnni við Þrastarlund. Það er hægt að beygja til vinstri þarna og þegar ég kem þangað, þá er mikil umferð i kringum Þrastarlund og við brúnna. Ég sé að þar er lítill rauður smábíll sem stoppar á miðri götunni án þess að setja stefnuljós, þarna við afleggjarann. Ég nauðhemla og sé að það muni ekki duga til þess að forða því að fara á rauða bílinn,“ lýsir Gunnar.

Gunnar þurfti því að bregðast skjótt við. „Þetta gerist allt á brotabroti úr sekúndu. Ég sé að afleggjarinn til vinstri er auður og beygi því inn á hann til að forða rauða bílinn. Þegar ég er rétt kominn þangað þá klessir jeppi á hornið á bílnum, farþegamegin, og snýr bílnum mínum í 180 gráður og nokkra metra til baka. Ég er viss hver hefur haldið yfir mér verndarhendi í þetta skiptið,“ og á þar við Ester. „Takk fyrir það dúllan mín,“ segir Gunnar sem vill að lokum sérstaklega koma þökkum áleiðis til þeirra sem styrktu drengi Esterar og lögðu inn á þar til gerðan styrktarreikning.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þorgils vill erfðafjárskattinn burt: „Einhver ranglátasti skattur sem lagður er á í dag“

Þorgils vill erfðafjárskattinn burt: „Einhver ranglátasti skattur sem lagður er á í dag“
Fréttir
Í gær

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð
Fréttir
Í gær

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”
Fréttir
Í gær

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi
Fréttir
Í gær

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni
Fréttir
Í gær

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“