fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Konan hætti við að kæra Stefán Þór: Lögregla heldur rannsókn til streitu

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 31. janúar 2017 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona á þrítugsaldri kærði Stefán Þór Guðgeirsson fyrir nauðgun í desember síðastliðnum. Grunur leikur á að hún hafi orðið fyrir hrottalegu kynferðisbroti. Konan leitaði á neyðarmóttöku Landsspítalans þann 10. desember og lýsti þar ætluðu broti Stefáns. Voru teknar ljósmyndir af margvíslegum áverkum hennar á hnjám, hálsi, baki, auk þess sem lýst var miklum eymslum kringum endaþarm. Tveimur dögum síðar lagði konan fram kæru en dró hana til baka nokkrum dögum síðar. Lögreglan hyggst ætla að halda áfram með málið á grundvelli alvarleika þess. Frá þessu er greint á RÚV.

Beitt þrýstingi

Þann 12. desember gerði konan sér ferð niður á lögreglustöð og sagðist þá ekki lengur vilja kæra manninn og óskaði eftir að draga framburð sinn til baka. Sagði hún að það væri best fyrir fjölskyldu sína. Þá sagðist hún hafa verið beitt þrýstingi við skýrslutöku. Eftir að Stefán var handtekinn hafi henni verið ógnað með skotvopni af öðrum einstakling.

Í frétt RÚV kemur fram að Stefán hafi áður verið dæmdur fyrir nauðgun en það var árið 2012. Í frétt DV um ákæruna sagði:

„Stefáni var gefið að sök að hafa þann 20. september 2009 sótt konu heim, greitt henni 20 þúsund krónur fyrir vændi. Þegar konan neitaði honum um það hafi hann nauðgað henni, slegið hana í andlitið og með hálskeðju í læri. Þá var hann sakaður um að hafa dregið hana á hárinu um íbúðina, brotið og bramlað allt í herbergi konunnar, hótað að svipta hana vegabréfi, ógnað henni með hníf og hótað henni lífláti. Neyddi hann konuna til að afhenda sér 20 þúsund krónur og tók fartölvu hennar með sér.“

Samkvæmt dómi Hæstaréttar átti Stefán eftir að afplána 630 daga af eftirstöðvum refsingarinnar en Stefáni var veitt reynslulausn í ágúst á síðasta ári. Á Rúv var haft eftir Friðriki Smára Björgvinssyni, yfirlögregluþjóni hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að enginn hefði verið handtekinn vegna hinna meintu hótanna. Sagði hann að rannsókn málsins væri í forgangi og litið alvarlegum augum.

Stefán Þór hefur áður verið til umfjöllunar fjölmiðla en hann veitti fréttastofu Stöðvar 2 viðtal árið 2013 um afplánun á Litla-Hrauni. Þá hefur Vísir fjallað ítarlega um málið:

Sveinn Andri tók við

Sveinn Andri Sveinsson tók við sem réttargæslumaður konunnar eftir að hún sagðist vilja draga framburð sinni til baka, en lögreglu barst umboð til handa Sveini Andra þann 14. desember og sagði að konan óskaði eftir að hann yrði tilnefndur réttargæslumaður hennar í málinu í stað Ingu Lillýar Brynjólfsdóttur. Á Vísi var bent á að Sveinn Andri og Stefán Þór væru vinir á Facebook en á móti sagði Sveinn að hann furðaði sig á að lögregla skildi draga nafn hans inn í greinargerð Hæstaréttar. Inga Lillý hafði áður verið viðstödd þegar rannsóknarlögreglumaður tók skýrslu af konunni á neyðarmóttökunni.

Með umboðinu fylgdi yfirlýsing frá konunni þar sem hún rakti málavexti á annan hátt en í skýrslutöku hjá lögreglu á neyðarmóttöku; þar hafi komið fram að kynlífið hafi verið með hennar samþykki, hún hafi viljað stunda gróft kynlíf. Jafnframt afturkallaði hún heimild sem hún gaf lögreglu til að kalla eftir læknisvottorði á Landspítalanum.

Konan hefur óskað eftir að bæði málin verði látin niður falla, kæran gagnvart Stefáni, jafnframt og að hótanir í hennar garð verði ekki teknar fyrir af yfirvöldum. Lögregla dregur hins vegar þær ályktanir að konan hafi verið beitt ofbeldi. Kristján Ingi Kristjánsson, lögreglufulltrúi hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar, segir í samtali við RÚV að málinu verði haldið til streitu en erfiðara verði að rannsaka málið þar sem kæra liggur ekki fyrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Grunur um manndráp á Akureyri

Grunur um manndráp á Akureyri
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

„Enn eitt dæmi um þær ógöngur sem mannanafnanefnd leiðist út í“

„Enn eitt dæmi um þær ógöngur sem mannanafnanefnd leiðist út í“
Fréttir
Í gær

Ítrekaðar ásakanir um dýraníð í Borgarfirði – „Fyrir framan mig var að hann að murka lífið úr einu lambinu“

Ítrekaðar ásakanir um dýraníð í Borgarfirði – „Fyrir framan mig var að hann að murka lífið úr einu lambinu“
Fréttir
Í gær

Landsmenn hvattir til að fara yfir bólusetningar sínar áður en farið er í ferðalög til Evrópu og Bandaríkjanna

Landsmenn hvattir til að fara yfir bólusetningar sínar áður en farið er í ferðalög til Evrópu og Bandaríkjanna
Fréttir
Í gær

Fara fram á gæsluvarðhald yfir fjórum erlendum mönnum vegna meints manndráps á Suðurlandi

Fara fram á gæsluvarðhald yfir fjórum erlendum mönnum vegna meints manndráps á Suðurlandi
Fréttir
Í gær

Grunnskólakennari segir neyðarástand ríkja – Mjög fáir nemendur í hverfisskólanum geta lesið fyrirsagnir í dagblöðum við lok 10. bekkjar

Grunnskólakennari segir neyðarástand ríkja – Mjög fáir nemendur í hverfisskólanum geta lesið fyrirsagnir í dagblöðum við lok 10. bekkjar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tókst ekki að sanna að leigjandinn hefði ekki þrifið húsnæðið en fær vangreidda leigu greidda

Tókst ekki að sanna að leigjandinn hefði ekki þrifið húsnæðið en fær vangreidda leigu greidda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skýr merki um brotalamir við skipti dánarbúa þeirra sem eiga enga erfingja – 178 milljónir í ríkissjóð á fimm árum en hvar er eftirlitið?

Skýr merki um brotalamir við skipti dánarbúa þeirra sem eiga enga erfingja – 178 milljónir í ríkissjóð á fimm árum en hvar er eftirlitið?