Kim og North West sitja fyrir saman í fyrsta sinn

Mæðgurnar Kim Kardashian og North West, fjögurra ára, eru á forsíðu tímaritsins Interview, auk 18 mynda seríu inni í blaðinu. Þetta er í fyrsta sinn sem mæðgurnar sitja fyrir saman í opinberri myndatöku.

Myndirnar eru í stíl sjötta áratugarins og Kim bregður sér í líki Jackie Kennedy Onassis, fyrrum forsetafrú Bandaríkjanna, bæði í hágreiðslu, förðun og fatastíl, sem er mun virðulegri en aðdáendur Kim eiga að venjast. Á forsíðunni klæðist Kim klassískum hvítum kjól frá H&M. Ljósmyndari er Steven Klein.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.