fbpx
Miðvikudagur 17.apríl 2024
Fókus

Tinna hélt uppá afmæli 3 ára dóttur sinnar og var rökkuð niður: „Ég hefði ekki gert neitt öðruvísi“

Gagnrýnd eftir að fyrirtæki styrktu umfjöllun um veisluna – Auglýsti vörur og þjónustu frá alls 9 fyrirtækjum

Auður Ösp
Miðvikudaginn 26. apríl 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mér finnst ég ekki þurfa að svara einhverri gagnrýni þar sem ég var ekki að særa neinn,“ segir lífstílsbloggarinn Tinna Alavis í samtali við blaðamann DV.is. Nýleg bloggfærsla Tinnu, þar sem hún fjallar um nýafstaðna afmælisveislu þriggja ára dóttur sinnar hefur vakið töluvert umtal á samfélagsmiðlum undanfarna daga. Í færslu Tinnu eru níu fyrirtæki nefnd á nafn, sem ýmist útveguðu veitingar eða skreytingar fyrir barnaafmælið, og er augljóst að þarna er á ferð svokölluð „sponsuð“ færsla- þar sem fyrirtæki hafa útvegað fría þjónustu eða vöru gegn því að fá umfjöllun á blogginu.

Svokölluðum lífstílsbloggsíðum hefur fjölgað hratt undanfarin misseri, en þar er ekki óalgengt að greinarhöfundar tjái sig um ákveðnar vörur eða þjónustu frá fyrirtækjum gegn því að borgað eða með því fá viðkomandi vöru ókeypis. Hefur þetta vakið upp gagnrýnisraddir, þar sem trúverðugleiki bloggaranna er dreginn í efa og spurt hvort viðkomandi greinarhöfundur láti umfjöllunina ráðast af eigin skoðun eða markaðstengdum öflum. Tinna hefur undanfarin misseri haldið úti bloggsíðunni Alvis.is þar sem hún segir frá daglegu lífi sínu en athygli vekur að nánast hver einasta færsla er unnin í samstarfi við eitt eða fleiri fyrirtæki.

Hér má sjá nokkur dæmi um ummæli sem fallið hafa á facebook um umrædda bloggfærslu.
Hér má sjá nokkur dæmi um ummæli sem fallið hafa á facebook um umrædda bloggfærslu.

Í umræddri færslu Tinnu um barnaafmælið má finna myndir sem teknar voru í veislunni en ljóst er að þar var engu til sparað. Meðal annars má sjá útprentaðar servíettur með nafni afmælisbarnsins á veisluborðinu.

Tinna tekur sérstaklega fram nöfn þeirra fyrirtækja sem standi að baki veitingunum og skreytingunum í veislunni. Lætur hún fylgja með lofsamleg orð um flest þeirra og hvetur jafnframt lesendur til að nýta sér þjónustu þeirra.

Ljósmynd/Skjáskot af Alavis.is
Ljósmynd/Skjáskot af Alavis.is

„Ég var svo ánægð með afmælistertuna frá Sætum syndum en hún bragðaðist einstaklega vel. Ég valdi vanillubotna með smjörkremi! Ummm svo gott! Kökurnar frá þeim eru algjör listaverk en þær eru líka himneskar á bragðið & henta við öll tækifæri & gleðistundir. Hvort sem það er barnaafmæli, ferming, gifting eða bara tækifærisgjöf þá eiga kökurnar frá Sætum Syndum alltaf við“

segir á einum stað í færslunni og á öðrum stað er ritað:

„Allt nammið í skálunum er úr matvöruversluninni Iceland. Þeir eru með mjög gott úrval á nammibarnum sínum en það er 50% afsláttur á nammibarnum alla föstudaga, laugardaga & sunnudaga!“

Þá er tekið fram í smáu letri neðst í færslunni: „Færslan inniheldur spons.“

„Hefði ekki gert neitt öðruvísi“

Þegar blaðamaður DV bar gagnrýnina undir Tinnu og spurði hana út í samstarf bloggara við fyrirtæki svaraði hún því að hún kysi að hafa umfjöllunina aðeins á blogginu en ekki víðar. Að öðru leyti vildi hún ekki tjá sig um umrædda færslu.

„Þú talar um “svona samstarfi“ en ég tek það alltaf fram í hverri bloggfærslu ef um samstarf er að ræða. Mér finnst ég ekki þurfa að svara einhverri gagnrýni þar sem ég var ekki að særa neinn. Ég hefði ekki gert neitt öðruvísi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sonur Elísu og Elíss fæddur

Sonur Elísu og Elíss fæddur
Fókus
Í gær

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Faðir Olgu var einn þekktasti læknamiðill landsins – „Hann vissi allt“

Faðir Olgu var einn þekktasti læknamiðill landsins – „Hann vissi allt“