Þórlaugur hefði ekki átt að deyja: „Réð ekkert við sjálfsvígshugsanirnar“

Kerfið brást - Sonur Elvu Rósu Helgadóttur svipti sig lífi 22. desember 2015, aðeins 18 ára gamall - Lýsti því fyrir lækni hvernig hann ætlaði að binda endi á líf sitt. - 28 dögum síðar var Þórlaugur látinn

„Það er gríðarlega stórt skref fyrir unglinga að viðurkenna vandamálið og leita sér aðstoðar. Það er því töluvert meira högg fyrir þá að koma að luktum dyrum heilbrigðiskerfisins.“ Þetta segir Elva Rósa Helgadóttir, móðir 18 ára drengs sem svipti sig lífi 22. desember 2015. Drengurinn hét Þórlaugur Ragnar Ólafsson og hafði glímt við alvarlegt þunglyndi og kvíða sem stigmagnaðist mánuðina áður en honum tókst ætlunarverkið – að fremja sjálfsvíg með því að keyra framan á trukk.

Tæpum fjórum vikum áður, þann 24. nóvember 2015, beið Þórlaugur í fimm og hálfa klukkustund á bráðamóttöku Sjúkrahússins á Akureyri með það fyrir augum að leita sér aðstoðar vegna sjálfsvígshugsana.

Bráðamóttökuskrá Þórlaugs frá umræddum degi má sjá á mynd neðar í greininni.

Þegar Þórlaugur komst loks að og sagði vakthafandi lækni frá því hversu illa honum liði og að hann hefði ítrekað gælt við þá hugmynd að binda endi á líf sitt með því að keyra framan á trukk var hann ekki metinn í bráðri sjálfsvígshættu. Því var honum ekki boðin innlögn, viðtal við geðlækni eða pláss í svokölluðum HAM (hugræn atferlismeðferð) hópi.

Þess í stað var Þórlaugur, sem var ekki endilega á því sjálfur að leggjast inn, sendur heim með þunglyndislyf og skilaboð um að sanka að sér upplýsingum um HAM á netinu. Þremur dögum síðar gerði Þórlaugur fyrstu tilraunina til að binda endi á líf sitt. 25 dögum síðar var hann látinn.

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.