fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Heiða gaf fyrirsætustörfin upp á bátinn og gerðist bóndi

Systir hennar fórst í hörmulegu slysi á unglingsaldri

Kristín Clausen
Miðvikudaginn 30. nóvember 2016 17:00

Systir hennar fórst í hörmulegu slysi á unglingsaldri

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Maður getur alls staðar einangrast ef maður vill það – líka í stórborgum. Ég er ekkert einangraðri hér en annars staðar. Maður ræður því eiginlega sjálfur hvað maður verður skrýtinn. Og ef maður ætlar sér það ekki þá er hægt að spyrna gegn því allavega.“

Sinnir öllum bústörfum

Þetta segir Heiða Guðný Ásgeirsdóttir sem er einyrki á Ljótarstöðum í Skaftártungu. Heiða var aðeins 23 ára þegar hún tók við búi foreldra sinna. Hún sinnir öllum bústörfum sjálf. Heiða þótti um tíma efnileg fyrirsæta en fannst kjánaleg tilhugsun að vinna fyrir sér með því að vera sæt.

Í ítarlegu viðtali sem blaðamaður DV tók við Heiðu sumarið 2015 ræddi hún meðal annars um lífið í sveitinni, fyrirsætuferilinn og systurmissi.

En hvað rekur unga konu til að gerast sauðfjárbóndi úr alfaraleið?

Þessari spurningu reynir rithöfundurinn Steinunn Sigurðardóttir að svara í bókinni Heiða –fjallabóndinn- sem kom út fyrir skemmstu. Þá dregur Steinunn upp áhrifamikla mynd af þessari sérstæðu kvenhetju sem hefur yfirstigið marga hjalla á lífsleiðinni.

Náttúruöflin ráða

Heiða er með rúmlega fimm hundruð kindur á bænum og svo nokkur gæludýr; hesta, geit, hund og kött. Aðspurð segir Heiða búið tæplega standa undir sér með þessum fjölda fjár, en samhliða búskapnum sinnir hún fósturtalningum og rúningi og nær þannig að láta dæmið ganga upp.

Mynd: Þormar Vignir Gunnarsson

Ljótarstaðir hafa nokkrum sinnum lagst í eyði í gegnum tíðina í kjölfar Kötlugoss, en samfelld búseta hefur verið á bænum frá því í kringum 1950. „Hér eru það náttúruöflin sem ráða, en maðurinn þrjóskast við. Það vofir alltaf yfir að Katla fari að gjósa og þá gæti orðið óíbúðarhæft á svæðinu um tíma vegna öskufalls,“ segir Heiða í viðtalinu.

Systir Heiðu hrapaði í Hjörleifshöfða

Heiða er hálfgert örverpi, en þær systur eru fjórar í dag. Miðjusystirin fórst í hörmulegu slysi á unglingsaldri.

„Hún hrapaði í Hjörleifshöfða 17 ára gömul. Hún var með vinahópnum sínum og þau voru eitthvað að fíflast. Hún var hreystimanneskja og mikill klifurköttur. Hún var að klifra, missti fótanna og hrapaði.“ Heiða var þriggja ára þegar slysið átti sér stað en hún á engu að síður ómetanlegar minningar um systur sína. „Hún dó ekki við fallið og lá í marga mánuði í dái á spítala eftir slysið. Allir svona harmleikir hafa áhrif á fólkið í kring. Þetta hafði töluverð áhrif á okkur á heimilinu. Og það voru auðvitað eðlileg viðbrögð að banna okkur að klifra.

En ég var lítil og vitlaus þegar þetta gerðist þannig að þetta hafði kannski ekki jafn mikil áhrif á mig og eldri systur mínar,“ útskýrir Heiða.

Fyrirsætulífið heillaði ekki

Þrátt fyrir að Heiða, sem í dag er 39 ára, hafi tekið við búi foreldra sinna aðeins 23 ára gömul tókst henni að afreka ýmislegt áður. Þar á meðal þótti hún efnileg fyrirsæta

„Ég er eiginlega bara búin að gleyma þessu,“ segir Heiða kímin þegar hún reynir að rifja upp fyrirsætuferilinn.
Þrátt fyrir að fyrirsætustörfin hafi leitt hana alla leið til New York og Heiða hafi skemmt sér vel, þá heillaði fyrirsætubransinn hana ekki. Hún hafði svo sannarlega rétta vöxtinn og útlitið, enda fékk hún nokkur tilboð í kjölfar keppninnar.

„Umboðsskrifstofurnar úti höfðu samband við umboðsmennina okkar hérna heima og ég hefði getað komist út í nokkur verk¬efni. Ég hafði bara ótrúlega lítinn áhuga á þessu. Þetta var eins og hrútasýning og ég var hrúturinn. Allir glápandi á mig,“ segir hún og skellir upp úr.

„Mér fannst þetta eiginlega bara óþægilegt. Svo finnst mér líka vont að vera kalt og svöng og þetta snerist mikið um að vera að drepast úr kulda einhvers staðar uppi á jökli og ekkert að borða nema kálblöð. Ekki mjög heillandi heimur. En það var gaman að prófa þetta.“

Langar ekki í börn

Heiða hefur sjálf aldrei stefnt að því að eiga börn og gerir ekki ráð fyrir því að það breytist úr þessu. „Ég þurfti alveg að herða mig upp í að segja fólki að mig langaði ekki að eiga börn. Það kom alltaf gusa um að ég myndi sjá eftir því og að ég gæti ekki orðið gömul ein.

Það eiga allir í samfélaginu að vera eins og mér finnst það kjánalegt. Ég má ekki brosa til barns þá er fólk farið að segja að ég þurfi að æfa mig.

Ekki skítugur karl

Bóndinn á Ljótarstöðum gerir sér grein fyrir því að hún fellur ekki alveg undir þá staðalímynd sem flestir hafi af bændum.

„Fólk hugsar um bóndann sem karl. Skítugan karl í samfestingi með húfu. En bændur eru aðeins fjölbreyttari heldur en ímyndin gefur til kynna. Það eru engin geimvísindi að vera bóndi. Ég er reyndar mjög lélegur viðgerðarmaður, en það er ekki kynbundið – pabbi minn var ekkert skárri.

Hér til hliðar má lesa brot úr bókarkafla í bókinni Heiða –fjallabóndinn- eftir Steinunni Sigurðardóttur. Kaflann í heild sinni má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Í gær

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“