fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 5. nóvember 2025 18:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ian Jeffs hefur verið ráðinn aðalþjálfari meistaraflokks kvenna hjá Breiðabliki. Þjálfaraferill Ians hófst fyrir rúmum tíu árum síðan, þegar hann tók við þjálfun kvennaliðs ÍBV í efstu deild Íslandsmótsins. Á þeim fjórum árum sem hann stýrði ÍBV, kom hann liðinu m.a. tvisvar sinnum í bikarúrslit og varð bikarmeistari 2017.

Hann var aðstoðarþjálfari íslenska kvennalandsliðsins frá hausti 2018 til ársloka 2020 og átti sinn þátt í að þátttökurétturinn á Evrópumót landsliða var tryggður þá fyrir mótið 2022. Ian þjálfaði síðan karlalið Þróttar í tvö tímabil, þar sem hann stýrði liðinu m.a. upp um deild. Árið 2024 tók hann síðan við karlaliði Hauka, þar sem hann lét af störfum að nýloknu keppnistímabili.

Sem leikmaður spilaði Ian Jeffs m.a. með ÍBV, Val og Fylki og á yfir 200 leiki í efstu deild á Íslandi. Þá spilaði hann einnig með Crewe á Englandi og Örebro í Svíþjóð. Hann er menntaður íþróttafræðingur frá HR og er að ljúka UEFA Pro gráðu í nóvember.

“Það er mikill heiður að Breiðablik að hafi leitað til mín og sýnt mér traust til að stýra sterku og öflugu liði félagsins. Ég er spenntur að hefja störf og mun leggja mig allan fram í að halda áfram með metnaðarfullt starf félagsins. Áfram Breiðablik!” segir Ian Jeffs.

,,Með ráðningu Ian vil Breiðablik tryggja að liðið sé áfram í allra fremstu röð og að metnaður og fagmennska sé í fyrirrúmi í öllu starfi í kringum liðið á komandi misserum.
Við bindum miklar vonir við komu Ian Jeffs og hlökkum til að sjá liðið undir hans stjórn,” segir á vef Blika.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Jóhann Berg snýr aftur í landsliðshópinn

Jóhann Berg snýr aftur í landsliðshópinn
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ronaldo ómyrkur í máli er hann ræddi málefni Manchester United – „Við verðum að vera hreinskilin“

Ronaldo ómyrkur í máli er hann ræddi málefni Manchester United – „Við verðum að vera hreinskilin“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ronaldo uppljóstrar um leyndarmál á bak við trúlofunina – „Þá komu börnin mín inn“

Ronaldo uppljóstrar um leyndarmál á bak við trúlofunina – „Þá komu börnin mín inn“
433Sport
Í gær

Sjáðu harkalegar möttökur sem Trent fékk á Anfield og viðbrögð hans

Sjáðu harkalegar möttökur sem Trent fékk á Anfield og viðbrögð hans