fbpx
Mánudagur 20.maí 2024
Sport

Graham Taylor látinn

Var landsliðsþjálfari Englands í knattspyrnu á árunum 1990 til 1993

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 12. janúar 2017 13:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Graham Taylor, fyrrverandi landsliðsþjálfari Englands í knattspyrnu, er látinn, 72 ára að aldri. Taylor var landsliðsþjálfari Englands á árunum 1990 til 1993 og þjálfaði einnig lið á borð við Wolves, Watford og Aston Villa á þjálfaraferli sínum. Síðasta félagið sem hann stýrði var einmitt Aston Villa á árunum 2002 til 2003.

Talyor spilaði einnig knattspyrnu sem atvinnumaður á sínum yngri árum; hann lék 189 leiki með Grimsby á árunum 1962 til 1968 og 150 leiki fyrir Lincoln City á árunum 1968 til 1972. Hann lagði skóna á hilluna vegna meiðsla, þrítugur að aldri.

Taylor náði eftirtektarverðum árangri í þjálfun og kom hann Watford til að mynda upp úr fjórðu deildinni í þá fyrstu á fimm árum. Þá kom hann liðinu í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar árið 1984. Þaðan lá leiðin til Aston Villa þar sem hann kom liðinu upp í efstu deild á sínu fyrsta ári. Árið 1990 lenti Villa í öðru sæti efstu deildar.

Í kjölfarið kom kallið frá enska landsliðinu og náði Taylor góðum árangri til að byrja með. Enska liðið tapaði aðeins einu sinni í fyrstu 23 leikjum sínum undir stjórn Taylors. Síðan fór að halla undan fæti og komst liðið með naumindum inn á Evrópumótið 1992. Hann lét af störfum í nóvember 1993 eftir að ljóst varð að Englendingar yrðu ekki meðal þátttökuþjóða á HM í Bandaríkjunum 1994.

Taylor var kvæntur Ritu Cowling og eignuðust þau tvær dætur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Síðasti séns Manchester United er gegn meisturunum – Enda í áttunda sæti

Síðasti séns Manchester United er gegn meisturunum – Enda í áttunda sæti
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sjáðu þegar Jóhann Berg var kvaddur í dag – Búinn að spila sinn síðasta leik

Sjáðu þegar Jóhann Berg var kvaddur í dag – Búinn að spila sinn síðasta leik
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Yfirgefur Chelsea og sendir skilaboð á unga leikmenn liðsins – ,,Þeir þurfa að gera meira“

Yfirgefur Chelsea og sendir skilaboð á unga leikmenn liðsins – ,,Þeir þurfa að gera meira“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Tuchel staðfestir að viðræður – ,,Náðum ekki samkomulagi“

Tuchel staðfestir að viðræður – ,,Náðum ekki samkomulagi“
433Sport
Í gær

Guardiola staðfestir að hann verði áfram

Guardiola staðfestir að hann verði áfram
433Sport
Í gær

Auðunn Blöndal lýsir besta augnablikinu fyrir utan fæðingu barna sinna – „Eitt það erfiðasta sem ég hef horft á, það var svo mikið af tilfinningum“

Auðunn Blöndal lýsir besta augnablikinu fyrir utan fæðingu barna sinna – „Eitt það erfiðasta sem ég hef horft á, það var svo mikið af tilfinningum“