fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Pressan

Risarnir snúa baki við Apple

Pressan
Sunnudaginn 6. júlí 2025 10:00

CarPlay frá Apple. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Apple situr þung á símamarkaðinum. iPhone eru gríðarlega útbreiddir símar en Apple lætur ekki þar við sitja og hefur haslað sér völl í bílabransanum með CarPlay.

En nú mætir Apple mótspyrnu á því sviði að sögn Input sem segir að stóru bílaframleiðendurnir hafi ekki tekið eins vel á móti CarPlay Ultra og Apple vonaðist til.

CarPlay Ultra á að stýra hlutum eins og hraða, hitastigi og sýna eldsneytisstöðuna á stafrænan hátt. En Mercedes, Audi, Volvo og Porsche, sem höfðu öll sýnt áhuga á CarPlay Ultra, hafa nú bakkað.

Ástæðan er að ef þau láta Apple eftir stjórnina á öllum stafrænum stjórntækjum bílsins, þá geta þau ekki haft sömu yfirráð yfir stjórntækjunum og þau vilja og einnig geta fyrirtækin orðið af peningum með þessu.

Input segir að einn stjórnandi hjá Renault hafi ekki skafið utan af hlutunum þegar hann ræddi við fulltrúa Apple og hafi sagt: „Ekki ráðast inn í kerfin okkar.“

Það er aðeins Aston Martin sem er með CarPlay Ultra, enn sem komið er.

Standardútgáfan af CarPlay er enn mjög mikið notuð í bílum. Apple segir að 98% nýrra bíla í Bandaríkjunum getið notað CarPlay og er forritið notað 600 milljón sinnum á hverju degi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Passaðu þig á ókeypis nettengingu í fríinu – Getur reynst dýrt

Passaðu þig á ókeypis nettengingu í fríinu – Getur reynst dýrt
Pressan
Fyrir 3 dögum

92 ára sakfelldur fyrir morð – „Elsta óleysta morðmálið“

92 ára sakfelldur fyrir morð – „Elsta óleysta morðmálið“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf
Pressan
Fyrir 5 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi