fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Pressan

Örvæntingarfull leit að ungum systkinum – Horfin þegar mamma þeirra vaknaði

Pressan
Miðvikudaginn 7. maí 2025 09:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekkert hefur spurst til tveggja systkina, hinnar sex ára Lily Sullivan og fjögurra ára bróður hennar, Jack, síðan á föstudag. Talið er að þau hafi villst í óbyggðum Nova Scotia í Kanada þar sem þau eiga heima.

Um 150 manna leitarhópur, þyrlur og sporhundar hafa tekið þátt í leitinni en enn sem komið er hefur hún ekki borið árangur. „Við munum ekki gefast upp strax,“ segir Robert Parker, lögreglufulltrúi í Pictou-sýslu í samtali við CBC.

Móðir barnanna, Malehya Brooks-Murray, segir að hún hafi vaknað snemma á föstudag og heyrt í börnum sínum vera að leika sér í næsta herbergi.

Hún sofnaði aftur og segir að börnin hafi verið á bak og burt þegar hún vaknaði nokkru síðar og dyr út í garð hafi staðið opnar. Stjúpfaðir barnanna, Daniel Martell, tekur undir þessa frásögn og segir allt benda til þess að börnin hafi farið út að leika en villst. Svæðið sem um ræðir er strjálbýlt og leitarsvæðið stórt.

„Við fórum á fætur og leituðum að þeim út um allt. Ég hringdi strax í 911 því ég vissi að það væri eitthvað að,“ segir Malehya. Unnusti hennar segist hafa farið strax upp í bíl og ekið af stað og farið að leita að börnunum.

Lögregla vill ekki segja til um það hvort einhverjar vísbendingar um börnin hafi komið fram en lögregla sé með alla anga úti við rannsókn málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?
Pressan
Fyrir 3 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“
Pressan
Fyrir 4 dögum

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu