fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
Pressan

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands

Pressan
Miðvikudaginn 7. maí 2025 14:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump Bandaríkjaforseti vill yfirráð Grænlands. Þessu hefur hann ítrekað lýst yfir og nú greinir Wall Street Journal (WSJ) frá því að undirbúningur sé þegar hafinn. Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur fyrirskipað leyniþjónustu sinni að auka njósnir og eftirlit á Grænlandi í tengslum við áform forsetans.

Miðillinn ræddi við tvo heimildarmenn í skjóli nafnleyndar sem segja að yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar, Tulsi Gabbard, hafi sent undirmönnum sínum skilaboð í síðustu viku þar sem hún fyrirskipaði leyniþjónustunni að kynna sér betur sjálfstæðishreyfingu Grænlands sem og afstöðu Grænlendinga til mögulegs aðgengis Bandaríkjanna að auðlindum eyjunnar.

Gabbard bað leyniþjónustumenn að finna fólk í Grænlandi og Danmörku sem styður hugmyndir um innlimun Grænlands. WSJ segir að með þessum fyrirmælum sé ljóst að Bandaríkin séu að leggja grunninn að innlimun.

Gabbard sendi miðlinum yfirlýsingu fyrir birtingu fréttarinnar þar sem hún mótmælti fréttaflutningnum. „Wall Street Journal ætti að skammast sín fyrir að hjálpa útsendurum djúpríkisins að grafa undan forsetanum með því að pólitísera og leka trúnaðarupplýsingum. Þessir aðilar eru að brjóta lögin og grafa undan öryggi og lýðræði þjóðar okkar.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Musk hafði betur – Fær sinn eigin bæ

Musk hafði betur – Fær sinn eigin bæ
Pressan
Í gær

Rafmyntamilljónamæringar og ættingjar þeirra numdir á brott hver á fætur öðrum

Rafmyntamilljónamæringar og ættingjar þeirra numdir á brott hver á fætur öðrum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump ætlar að opna Alcatraz-fangelsið aftur

Trump ætlar að opna Alcatraz-fangelsið aftur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja að hryðjuverk hafi verið yfirvofandi innan fárra klukkustunda

Telja að hryðjuverk hafi verið yfirvofandi innan fárra klukkustunda
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvort sefur þú vinstra eða hægra megin í rúminu? Valið segir mikið um þig

Hvort sefur þú vinstra eða hægra megin í rúminu? Valið segir mikið um þig
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfullur þríhyrndur turn á Area 51 – Fólk er að missa sig yfir honum

Dularfullur þríhyrndur turn á Area 51 – Fólk er að missa sig yfir honum