Nancy Pelosi, fyrrum forseti fulltrúadeildar þingsins, skrifaði á X að tillaga Trump sé ekki „alvara“. „Í dag er þetta mjög vinsæll þjóðgarður sem laðar mikinn fjölda ferðamanna til sín,“ skrifaði hún og benti á að fangelsið hafi verið lokað í rúmlega 60 ár.
Aðrir Demókratar hafa ekki verið eins varfærnir í orðavali sínu. Scott Wiener, þingmaður á ríkisþinginu í Kaliforníu, segir tillöguna vera „klikkaða og skelfilega“ og Brian Krassenstein, stjórnmálaskýrandi, sagði „þetta er heimskulegasta hugmynd sem ég hef nokkru sinni heyrt“.