fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Pressan

Óhugnanlegt myndband af vélmenni vekur athygli – Hvað ætlaði það sér?

Pressan
Mánudaginn 5. maí 2025 13:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndband sem sýnir augnablikið þegar vélmenni virtist algjörlega missa stjórnina hefur vakið talsverða athygli í netheimum.

Myndbandið var tekið á eftirlitsmyndavél í kínverskri verksmiðju og sýnir það svart vélmenni, sem búið er að festa í krana, byrja að sveifla höndunum fram og til baka.

Það eykur síðan hraðan og maður sem situr á stól fyrir framan vélmennið sér þann kost vænstan að forða sér til að verða ekki fyrir höggunum. Vélmennið byrjar svo ganga af stað en kraninn gerir það að verkum að það kemst ekki ýkja langt. Tölvuskjár féll meðal annars í gólfið í hamaganginum.

Atvikið átti sér stað þann 1. maí síðastliðinn og hefur það vakið talsverða athygli á netinu.

„Svona byrjar þetta,“ segir til dæmis einn sem Mail Online vitnar til í umfjöllun sinni. „Get ekki beðið eftir stríði vélmenna gegn mönnum,“ segir annar á meðan sá þriðji bætir við: „Gott að vita að það sé að minnsta kosti hægt að stöðva vélmennauppreisnina með krana.“

@dailymail Robot uprising has come early: Footage from China shows a robot attacking engineers during testing 🤖 🎥 X/Nexta_TV #robot #china #news #machines ♬ original sound – Daily Mail

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sex Bandaríkjamenn handteknir – Reyndu að senda hrísgrjón og biblíur til Norður-Kóreu

Sex Bandaríkjamenn handteknir – Reyndu að senda hrísgrjón og biblíur til Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim