fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Pressan

Lifðu af 36 klukkustundir umkringd krókódílum – Stóðu ofan á flugvélarflakinu

Pressan
Mánudaginn 5. maí 2025 03:15

Fólkinu bjargað af þaki flugvélarinnar. Mynd:Almannavarnarráðuneyti Bólivíu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimm manns lifðu af 36 klukkustunda dvöl í mýri í Amazon eftir að flugvél þeirra var nauðlent. Var fólkið umkringt stórum krókódílum sem voru í aðeins um þriggja metra fjarlægð. Hafðist fólkið við á flugvélarflakinu þar til því var bjargað.

Vélin var á flugi yfir norðausturhluta Bólivíu þegar flugmaðurinn neyddist til að nauðlenda henni í mýri í Amazon í Bólivíu. Auk hans voru þrjár konur og eitt barn um borð í vélinni.

Eftir að fólkinu hafði verið bjargað sagði flugmaðurinn fjölmiðlum að lendingin hefði „verið hörð“ og að vélin hefði lent á hvolfi. Þau hefðu ekki getað komist á brott frá brotlendingarstaðnum og hafi neyðst til að hafast við ofan á flakinu sem marraði hálft í kafi.

Hann sagði að „stórir krókódílar“ hafi verið allt í kringum vélina og hafi verið í aðeins um þriggja metra fjarlægð frá henni. „Þeir voru stöðugt í þriggja fjögurra metra fjarlægð frá okkur og voru þarna allan daginn og nóttina en náðu aldrei til okkar,“ sagði hann.

Hann notaði ljósið í farsíma sínum til að fylgjast með krókódílunum og sagðist telja að þeir hafi ekki nálgast vélina vegna bensínlyktarinnar sem myndaðist þegar bensín lak úr vélinni út í vatnið.

Það var einnig mikið af slöngum í vatninu og fólkið þurfti stöðugt að berjast við moskítóflugur.

Þau höfðu ekkert að drekka.

Að lokum heyrðu þau í fiskibáti og gaf flugmaðurinn áhöfn hans ljósmerki og hrópaði á hjálp. Í kjölfarið var þyrla send á staðinn til að bjarga þeim og voru þau flutt beint á sjúkrahús.

Flugmaðurinn sagði að þau hafi verið björguninni fegin því þau hefðu ekki lifað aðra nótt af í mýrinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ef þú ert í þessum blóðflokki er líklegra að þú haldir þér unglegum/legri árum saman

Ef þú ert í þessum blóðflokki er líklegra að þú haldir þér unglegum/legri árum saman
Pressan
Í gær

Svona bætir þú tannheilsuna á einfaldan hátt að sögn tannlæknis

Svona bætir þú tannheilsuna á einfaldan hátt að sögn tannlæknis
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hreðjamikill“ skósveinn Musk útskýrir viðurnefnið – unglingur af njósnaraættum sem hefur þegar verið rekinn úr starfi í skugga þungra ásakana

„Hreðjamikill“ skósveinn Musk útskýrir viðurnefnið – unglingur af njósnaraættum sem hefur þegar verið rekinn úr starfi í skugga þungra ásakana
Pressan
Fyrir 2 dögum

Andvaka Elon Musk hellti úr skálum reiði sinnar yfir Wall Street Journal

Andvaka Elon Musk hellti úr skálum reiði sinnar yfir Wall Street Journal
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún var 9 ára þegar henni var rænt – Morðið sem bjargaði hundruðum barna frá því að hljóta hræðileg örlög

Hún var 9 ára þegar henni var rænt – Morðið sem bjargaði hundruðum barna frá því að hljóta hræðileg örlög
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona er að smitast af fuglaflensunni – Dánartíðnin mjög há

Svona er að smitast af fuglaflensunni – Dánartíðnin mjög há