fbpx
Föstudagur 16.maí 2025
Pressan

Spáir deilum á milli Trump og nýja páfans

Pressan
Föstudaginn 16. maí 2025 07:00

Lendir Trump saman við Leó páfa? Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lykilfólk í MAGA-hreyfingu Donald Trump spáir því að til deilna muni koma á milli Trump og nýkjörins páfa, Leós XIV, sem er fyrsti Bandaríkjamaðurinn til að vera kjörinn páfi.

Independent skýrir frá þessu og segir að lítið sé vitað um pólitískar skoðanir páfans en hann hafi þó opinberlega gagnrýnt stefnu Trump í málefnum innflytjenda.

Áður en hann var kjörinn páfi, gagnrýndi hann JD Vance, varaforseta, og sagði hann hafa rangt fyrir sér því Jesú krefjist þess ekki að fólk forgangsraði ást sinni á öðrum.

Trump hefur aðeins sagt að það sé mikill heiður að Bandaríkjamaður hafi verið kjörinn páfi.

En sumir stuðningsmenn hans eru gagnrýnir á val páfans og biðu ekki boðanna með að ráðast á hann og gagnrýna.

Steve Bannon, fyrrum aðalráðgjafi Trump, sagði í samtali við BBC  að það hafi verið áfall að heyra hver var kjörinn páfi.

„Það var mér áfall að maður geti verið kjörinn páfi eftir færslur sínar á Twitter og yfirlýsingar hans um bandaríska stjórnmálamenn,“ sagði Bannon.

Bannon, sem er kaþólikki, sagði að það muni örugglega koma til deilna á milli nýja páfans og Trump.

Laura Loomer, öfgasinnuð hægrikona og samsæriskenningasmiður, er sögð hafa greiðan aðgang að Trump og hún er vægast sagt ósátt við nýja páfann. Hún sagði hann vera „Trump-andstæðing“, „MAGA-andstæðing“, „talsmann opinna landamæra“ og „Marxista eins og Frans Páfi“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fór út að skemmta sér – Vaknaði næsta dag nakinn, aleinn og búið að stela peningunum hans

Fór út að skemmta sér – Vaknaði næsta dag nakinn, aleinn og búið að stela peningunum hans
Pressan
Í gær

Stjórn Trump íhugar að afnema grundvallarréttindi

Stjórn Trump íhugar að afnema grundvallarréttindi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hér hefur börnum fækkað 44 ár í röð

Hér hefur börnum fækkað 44 ár í röð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump hefur lokað dyrunum fyrir flóttafólki – En hann gerir undantekningu fyrir þennan hóp hvíts fólks

Trump hefur lokað dyrunum fyrir flóttafólki – En hann gerir undantekningu fyrir þennan hóp hvíts fólks