fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Pressan

Heyrir iPhone brátt sögunni til? – Yfirmaður Apple gaf það í skyn

Pressan
Föstudaginn 16. maí 2025 03:15

iPhone símar virðast margir hverjir enda í sömu byggingunni. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir geta eflaust ekki séð framtíðina fyrir sér án þess að þeir hafi iPhone símann sinn. En það getur Eddy Cue, sem er einn af yfirmönnum Apple.

Í tengslum við réttarhöld, sem snúast um samkeppnismál tengd Google leitarvélinni, sagði hann að eftir tíu ár verði fólk hugsanlega hætt að nota iPhone.

Tek.no skýrir frá þessu.

„Hversu klikkað sem það nú hljómar, þá hefur þú kannski ekki þörf fyrir iPhone eftir tíu ár,“ sagði hann og vísaði þar til að fólk verði þá hugsanlega farið að nota allt önnur tæki.

Þetta gætu til dæmis verið gervigreindargleraugu eða gervigreindaraðstoðartæki. Þau gætu gert iPhone úrelta.

„Ekta samkeppni verður til þegar tæknibylting á sér stað. Tæknibylting veitir nýja möguleika. Gervigreind er tæknibylting og skapar tækifæri fyrir nýja aðila,“ sagði Cue.

Frá því að fyrsti iPhone síminn kom á markaðinn 2007 hefur Apple selt 2,6 milljarða iPhone á heimsvísu. Síminn á stóran hlut að máli varðandi stöðu Apple í dag sem eins auðugasta fyrirtækis heims.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?
Pressan
Fyrir 3 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“
Pressan
Fyrir 4 dögum

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu