fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Fékk þungan dóm eftir ólýsanlegan harmleik í barnaafmæli

Pressan
Föstudaginn 16. maí 2025 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkur eru á því að hin 67 ára gamla Marshella Chidester muni deyja á bak við lás og slá eftir að hún var dæmd í að lágmarki 25 ára fangelsi fyrir morð af annarri gráðu í gær.

Marshelle var drukkin þegar hún ók bifreið sinni inn í höfuðstöðvar siglingaklúbbs í Newport í Michigan í Bandaríkjunum í apríl í fyrra.

Þar innandyra fór frá afmælisveisla og létust tvö börn, átta ára stúlka og fjögurra ára bróður hennar. Móðir barnanna og ellefu ára bróðir þeirra slösuðust einnig alvarlega auk ellefu annarra sem voru í húsinu.

Marshella var með rúmlega tvöfalt leyfilegt magn áfengis í blóðinu þegar harmleikurinn átti sér stað. Hún var sakfelld í málinu í mars síðastliðnum og nú hefur endanleg refsing verið kveðin upp.

„Sorgin hefur verið ólýsanleg. Hún tók allt sem ég átti í þessu lífi og eyðilagði það,“ sagði Mariah Dodds, móðir systkinanna sem létust, áður en refsingin var tilkynnt.

Marshella fékk einnig að ávarpa dóminn og sagðist hún hafa beðið góðan Guð um fyrirgefningu. „Og ég bið ykkur um að líta að minnsta kosti inn á við og ef þið getið á einhverjum tímapunkti fyrirgefið mér, væri það mér mikils virði.“

Marshella mun þurfa að sitja inni í að minnsta kosti 25 ár áður en hún á möguleika á reynslulausn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?
Pressan
Fyrir 3 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“
Pressan
Fyrir 4 dögum

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu