Marshelle var drukkin þegar hún ók bifreið sinni inn í höfuðstöðvar siglingaklúbbs í Newport í Michigan í Bandaríkjunum í apríl í fyrra.
Þar innandyra fór frá afmælisveisla og létust tvö börn, átta ára stúlka og fjögurra ára bróður hennar. Móðir barnanna og ellefu ára bróðir þeirra slösuðust einnig alvarlega auk ellefu annarra sem voru í húsinu.
Marshella var með rúmlega tvöfalt leyfilegt magn áfengis í blóðinu þegar harmleikurinn átti sér stað. Hún var sakfelld í málinu í mars síðastliðnum og nú hefur endanleg refsing verið kveðin upp.
„Sorgin hefur verið ólýsanleg. Hún tók allt sem ég átti í þessu lífi og eyðilagði það,“ sagði Mariah Dodds, móðir systkinanna sem létust, áður en refsingin var tilkynnt.
Marshella fékk einnig að ávarpa dóminn og sagðist hún hafa beðið góðan Guð um fyrirgefningu. „Og ég bið ykkur um að líta að minnsta kosti inn á við og ef þið getið á einhverjum tímapunkti fyrirgefið mér, væri það mér mikils virði.“
Marshella mun þurfa að sitja inni í að minnsta kosti 25 ár áður en hún á möguleika á reynslulausn.