Það er þó kannski huggun í þessu öllu saman að þú er ekki ein(n) um að hafa borðað þetta vinsæla kex, og væntanlega líka aðrar tegundir súkkulaðikexa, á rangan hátt.
McVities hefur framleitt „Chocolate Digestive“ frá 1925 og þar á bæ segir fólk að þegar kexið er borðað sé ætlast til að súkkulaðihjúpaða hliðin snúi niður en flestir láta hana snúa upp þegar þeir bíta í kexið.
Þá má spyrja sig hvort það skipti einhverju máli hvort súkkulaðihjúpaða hliðin snýr upp eða niður? Já, það skiptir máli því með því að láta súkkulaðihjúpuðu hliðina snúa niður þá lendir súkkulaðið á tungunni.
Anthony Coulson, framkvæmdastjóri kexverksmiðjunnar, sagði í samtali við BBC að kexið hafi upphaflega verið hannað til að vera borðað á þennan hátt. Súkkulaðihliðin hafi alltaf verið talin „botninn“ á kexinu.