fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

McVities segir að fólk hafi borðað súkkulaðikex á rangan hátt síðustu 100 árin

Pressan
Sunnudaginn 11. maí 2025 16:30

Borðar þú súkkulaðikex á réttan hátt?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Suman mat er augljóslega hægt að borða á „rangan“ hátt. Dæmi um slíkt er að bíta í granatepli eins og venjulegt epli eða að borða Babybel ost án þess að taka rauða vaxið utan af honum fyrst. En vissir þú að þú hefur líklega borðað súkkulaðikexið „Chocolate Digestive“ á rangan hátt fram að þessu?

Það er þó kannski huggun í þessu öllu saman að þú er ekki ein(n) um að hafa borðað þetta vinsæla kex, og væntanlega líka aðrar tegundir súkkulaðikexa, á rangan hátt.

McVities hefur framleitt „Chocolate Digestive“ frá 1925 og þar á bæ segir fólk að þegar kexið er borðað sé ætlast til að súkkulaðihjúpaða hliðin snúi niður en flestir láta hana snúa upp þegar þeir bíta í kexið.

Þá má spyrja sig hvort það skipti einhverju máli hvort súkkulaðihjúpaða hliðin snýr upp eða niður? Já, það skiptir máli því með því að láta súkkulaðihjúpuðu hliðina snúa niður þá lendir súkkulaðið á tungunni.

Anthony Coulson, framkvæmdastjóri kexverksmiðjunnar, sagði í samtali við BBC að kexið hafi upphaflega verið hannað til að vera borðað á þennan hátt. Súkkulaðihliðin hafi alltaf verið talin „botninn“ á kexinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?
Pressan
Fyrir 3 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“
Pressan
Fyrir 4 dögum

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu