fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Pressan

Hvaða skilaboð felast í því að ganga með derhúfu daglega?

Pressan
Sunnudaginn 11. maí 2025 18:30

Þessi sendir nú skýr skilaboð. Mynd/Grok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það að nota derhúfu daglega getur tengst djúpum sálrænum og menningarlegum sjónarmiðum. Derhúfan getur haft áhrif á sjálfsmynd fólks og verið stöðutákn. Að mati sálfræðings veitir hún því áhugaverða innsýn í tenginguna á milli útlits og tilfinninga.

Derhúfan var fundin upp til að vernda notandann utanhúss, til dæmis í hafnabolta. En hlutverk hennar er orðið meira en það.

Sálfræðistofnunin Colegio de Psicólogos SJ segir að derhúfunotkun geti tengst ýmsum þáttumÞ

Tilfinningaleg vernd – Derhúfan getur skapað öryggistilfinningu eða nafnleynd og verið táknræn skil á milli manneskjunnar og umhverfisins.

Sjálfsmynd – Derhúfan getur verið tákn um samband við félagslegan, menningarlegan eða undirmenningarlegan hóp, til dæmis íþróttalið, tónlistarstefnu eða þéttbýlishópa.

Félagsleg staða – Derhúfutegundin getur verið tákn um samfélagsstöðu, hvað stétt notandinn tilheyrir. Sumar derhúfur eru ódýrar, aðrar eru dýr merkjavara eða eru framleiddar úr dýrum efnum á borð við leður.

Dagleg derhúfunotkun getur endurspeglað undirliggjandi tilfinningaástand. Til dæmis getur þetta snúist um vanrækslu á að hugsa um útlit sitt ef notandinn notar húfuna til að leyna ógreiddu hári á „slæmum hárdegi“. Að sofa með derhúfu er merki um óöryggi.

Derhúfunotkun getur einnig verið aðferð til að sýna hver maður er. Derhúfur eru oft tengdar við ákveðna hópa eða undirmenningu og getur verið yfirlýsing um hvaða hópi notandinn tilheyrir. Derhúfan getur einnig verið aðferð til að skilja sig frá hinu hefðbundna að sögn sálfræðingsins Karen J. Pine.

Hún segir einnig að derhúfan geti verið merki um andstöðu. Margt ungt fólk noti hana sem einhverskonar uppreisnarform gegn félagslegum venjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?
Pressan
Fyrir 3 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“
Pressan
Fyrir 4 dögum

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu