fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Pressan

Martraðir gætu verið snemmbúin merki um Parkinsonssjúkdóminn

Pressan
Mánudaginn 21. apríl 2025 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður ar rannsóknar benda til að martraðir geti verið fyrstu merkin um að fólk þjáist af Parkinsonssjúkdómnum. Niðurstöður rannsóknarinnar eru að eldri karlmenn séu tvisvar sinnum líklegri til að greinast með Parkinsonssjúkdóminn eftir að þeir byrja að fá martraðir.

The Sun hefur eftir Dr Abidemi Otaiku, aðalhöfundi rannsóknarinnar og vísindamanni við Birmingham háskóla, að þótt það geti verið mjög gott að greina Parkinsonssjúkdóminn snemma þá séu mjög fá einkenni sem sé hægt að greina og mörg þeirra krefjist kostnaðarsamra rannsókna á sjúkrahúsum eða séu mjög algeng.

Hann sagði að ef draumfarir fólk breytist þegar það eldist og slæmir draumar og martraðir verði algengar, án nokkurrar skýrrar ástæðu, geti verið rétt hjá því að leita læknis.

Rannsóknin hefur verið birt í eClinicalMedicine. Í henni var fylgst með 3,818 eldri mönnum í 12 ár.

Vísindamennirnir komust að því að þeir þátttakendur sem upplifðu oft slæma drauma voru tvisvar sinnum líklegri til að þróa með sér Parkinsonssjúkdóminn en þeir sem ekki upplifðu drauma af þessu tagi. Martraðirnar gerðu vart við sig nokkrum árum áður en önnur algeng einkenni sjúkdómsins, til dæmis skjálfti, gerðu vart við sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun