fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Keypti málverk á 420 krónur í nytjamarkaði – Trúði ekki eigin eyrum þegar hún heyrði hvers virði það er

Pressan
Föstudaginn 7. mars 2025 04:20

Marissa og eiginmaður hennar með málverkið. Mynd: TikTok/@marisamacy

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Marisa Macy fór í nytjamarkað í Cincinatti í Ohio í Bandaríkjunum féll hún kolflöt fyrir ramma sem var utan um það sem hún taldi vera eftirprentun. Hún greiddi sem svarar til um 420 krónum fyrir þetta.

Hún skýrði frá þessu á TikTok og sagðist eingöngu hafa keypt þetta vegna rammans en þegar hún var sest inn í bíl og hafi skoðað þetta betur hafi hún áttað sig á að um málverk var að ræða en ekki eftirprentun.

Hún sá síðan merkingu á málverkinu sem gaf til kynna að það væri eftir dansk-bandaríska málarann Johann Berthelsen. „Ég ákvað því að rannsaka þetta aðeins og komst að því að málverkið var keypt af galleríi í St. Louis 1912,“ sagði hún.

Eftir að hafa fengið staðfest að málverkið er eftir Berthelsen, fóru Marisa og eiginmaður hennar með málverkið í Caza Sikes galleríið í Cincinnati til að láta verðmeta það. Þar fengu þau að vita að það myndi líklegast seljast fyrir á bilinu sem nemur 415.000 til 692.000 krónum.

Málverkið var selt á uppboði í síðustu viku og fengu hjónin sem svarar til 320.000 krónum í sinn hlut fyrir það eftir að söluþóknun hafði verið greidd.

„Þetta fékk ég fyrir hlut sem ég keypti á nytjamarkaði. Þú veist aldrei hvaða gersemar kunna að leynast þar og bíða bara eftir að vera uppgötvaðar,“ sagði hún að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?
Pressan
Fyrir 3 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“
Pressan
Fyrir 4 dögum

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu