fbpx
Föstudagur 21.mars 2025
Pressan

Vendingar í máli drengs sem hvarf árið 2017

Pressan
Fimmtudaginn 6. mars 2025 19:30

Abdul með föður sínum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ungur drengur sem hvarf sporlaust í Atlanta í Bandaríkjunum árið 2017 er fundinn heill á húfi í Colorado.

Pilturinn sem um ræðir, Abdul Aziz Khan, var numinn á brott af móður sinni, Rabia Khalid, árið 2017 í kjölfar erfiðrar forræðisdeilu á milli hennar og föður Abdul.

Þann 27. nóvember 2017 átti Rabia að mæta fyrir dóm í Atlanta og stefndi allt í það að hún myndi missa forræðið yfir drengnum sem þá var sjö ára.

Þennan dag mætti hún hins vegar ekki í dómshúsið og þegar lögregla fór að svipast um eftir henni kom í ljós að hún hafði flúið með Abdul og nýjum eiginmanni sínum, Elliot Blake Bourgeois.

Mál Abduls vakti töluverða athygli á sínum tíma og var meðal annars fjallað um það í Netflix-þáttunum Unsolved Mysteries.

Leitin að drengnum stóð yfir í tæp átta ár og bar hún loks árangur í lok febrúarmánaðar þegar Rabia var handtekin.

Eigandi húss í Douglas-sýslu í Colorado hafði orðið var við grunsamlegar mannaferðir við húsið og hafði samband við lögreglu vegna gruns um yfirvofandi innbrot. Þegar lögregla kom á vettvang hitti hún fyrir Rabiu inni í húsinu en með í för var Abdul sem nú er orðinn 14 ára.

Rabia og eiginmaður hennar eru í haldi lögreglu og eiga yfir höfði sér fjölmargar ákærur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rússar dansa af gleði yfir símtali Trump og Pútíns og segja Rússland nú loks hafa sigrað kalda stríðið

Rússar dansa af gleði yfir símtali Trump og Pútíns og segja Rússland nú loks hafa sigrað kalda stríðið
Pressan
Í gær

Fyrrum þingmaður repúblikana hvetur Trump til að handtaka sig og standa við stóru orðin – „Hættu að þykjast vera hörkutól“

Fyrrum þingmaður repúblikana hvetur Trump til að handtaka sig og standa við stóru orðin – „Hættu að þykjast vera hörkutól“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Byggingin sem græna gímaldið á ekki roð í

Byggingin sem græna gímaldið á ekki roð í
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsóknarblaðamaður birti sjálfu sem átti eftir að bjarga lífi hans – Ævintýralegt ráðabrugg Rússa sem vildu hefna fyrir fréttaflutning

Rannsóknarblaðamaður birti sjálfu sem átti eftir að bjarga lífi hans – Ævintýralegt ráðabrugg Rússa sem vildu hefna fyrir fréttaflutning