fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Pressan

Kennslukona ákærð fyrir ofbeldi – Misnotaði 13 ára drengi kynferðislega

Pressan
Miðvikudaginn 26. mars 2025 07:30

Grímur tengdar kvikmyndinni Scream komu við sögu í ofbeldisverkum konunnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

31 árs kona, sem starfaði sem kennari við Morgan County grunnskólann í Indiana í Bandaríkjunum, er nú fyrir dómi vegna meintra ofbeldisverka hennar gegn nemendum. Er hún ákærð fyrir að hafa gefið þeim áfengi, eiturlyf og misnotað drengi niður í 13 ára aldur kynferðislega.

The Independent skýrir frá þessu og segir að samkvæmt ákærunni þá hafi kynferðisofbeldið átt sér stað á heimili konunnar og eiginmanns hennar á árunum 2023 og 2024. Er hún sögð hafa misnotað drengi, allt niður í 13 ára aldur, kynferðislega.

Saksóknari segir að hún hafi neytt drengina til að taka eiturlyf og drekka áfengi áður en hún neyddi þá til kynmaka. Hún hótaði þeim síðan að hún myndi taka eigið líf ef þeir segðu frá því sem hún gerði þeim.

Í ákærunni kemur einnig fram að hún hafi látið hóp drengja vera með grímu, eins og var notuð í kvikmyndinni Scream, þegar hún neyddi þá til kynmaka við sig.

Hún er einnig ákærð fyrir að hafa sent nektarmyndir af sér til margra af drengjunum og að hafa greitt þeim fyrir að senda henni nektarmyndir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun