fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Breskur ofurnjósnari er látinn – Flúði frá Rússlandi í farangursrými

Pressan
Þriðjudaginn 25. mars 2025 09:30

Oleg Gordievsky var sæmdur heiðursorðu af Elísabetu II. Mynd: FIONA HANSON / POOL / AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski ofurnjósnarinn Oleg Gordievsky, sem var rússneskur að uppruna eins og nafnið bendir til, er látinn 86 ára að aldri. Hann var árum saman háttsettur innan sovésku leyniþjónustunnar KGB en um leið var hann á mála hjá bresku leyniþjónustunni MI6.

BBC skýrir frá þessu og segir að hann hafi látist á heimili sínu í Surrey og að ekki leiki grunur á að eitthvað óeðlilegt hafi valdið dauða hans. Samt sem áður munu réttarmeinafræðingar bresku hryðjuverkalögreglunnar sjá um krufningu á líki hans.

Gordievsky var talinn mikilvægasti njósnari Breta frá upphafi því hann dældi í þá upplýsingum beint frá toppi KGB á tímum kalda stríðsins.

KGB fór að gruna hann um græsku 1985 en hann náði rétt svo að komast úr landi með því að fela sig í farangursrými bifreiðar sem var ekið frá Rússlandi til Finnlands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?
Pressan
Fyrir 3 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“
Pressan
Fyrir 4 dögum

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu