fbpx
Þriðjudagur 29.apríl 2025
Pressan

Faraldurinn breiðist út – „Ég óttast að þetta verði enn verra“

Pressan
Mánudaginn 24. mars 2025 07:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mislingafaraldurinn, sem geisar nú í Bandaríkjunum, heldur áfram að breiðast út og óttast margir að hann geti varað í allt að eitt ár.

Þetta hefur NBC News eftir fjölda sérfræðinga. Einn þeirra er Katherine Wells, forstjóri lýðheilsustofnunarinnar í Lubbock í Texas.

Það er einmitt í Texas sem mislingafaraldurinn hófst í janúar. Sjúkrahúsin í Lubbock hafa annast flesta þeirra sem hafa smitast.

Samkvæmt nýjustu tölum þá var búið að staðfesta 355 smit á föstudaginn og hafði faraldurinn borist til tveggja annarra ríkja. Í Nýju-Mexíkó var búið að staðfesa 42 tilfelli og í Oklahóma var búið að staðfesta 4 tilfelli.

Tveir hafa látist fram að þessu, sex ára stúlka og fullorðinn einstaklingur.

Engin teikn eru á lofti um að faraldurinn sé í rénun. „Ég hef áhyggjur af að þetta verði enn verra,“ sagði Wells.

Ástæðan er meðal annars að margir leita ekki til læknis eftir að hafa smitast og að margir á smitsvæðunum eru ekki bólusettir.

Næstum allir hinna smituðu eru börn og unglingar sem hafa ekki verið bólusett gegn mislingum að sögn NBC News.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mikil fækkun á komum erlendra ferðamanna til Bandaríkjanna

Mikil fækkun á komum erlendra ferðamanna til Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hundur bjargaði tveggja ára dreng sem ráfaði næturlangt í óbyggðum innan um ljón

Hundur bjargaði tveggja ára dreng sem ráfaði næturlangt í óbyggðum innan um ljón