fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Kanadamenn íhuga að hætta við kaup á bandarískum orustuþotum

Pressan
Föstudaginn 21. mars 2025 07:00

F-35 þoturnar eru smíðaðar af Lockheed Martin í Bandaríkjunum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir tveimur árum sömdu Kanadamenn um kaup á 88 F-35 orustuþotum frá bandaríska flugvélaframleiðandanum Lockheed Martin. Vélarnar kosta um 19 milljarða kanadískra dollara en það svarar til um 1.800 milljarða íslenskra króna.

Nú hefur Mark Carney, forsætisráðherra, beðið varnarmálaráðuneytið um að „leggja mat á“ hvort samningurinn sé góð fjárfesting og hvort það séu aðrir og betri möguleikar til að mæta þörfum Kanada.

Í tilkynningu frá ríkisstjórninni segir að í ljósi breyttra aðstæðna verði að tryggja að kaupsamningurinn þjóni hagsmunum Kanada og kanadíska flughersins.

Kanadamenn hafa nú þegar greitt fyrir 16 fyrstu vélarnar en þær á að afhenda á næsta ári.

Telja má líklegt að ástæðan fyrir þessum hugleiðingum Kanadamanna sé sú spenna sem ríkir í samskiptum landsins við nágrannana í Bandaríkjunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans
Pressan
Í gær

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Geta þessar myndir virkilega sagt til um persónuleika þinn?

Geta þessar myndir virkilega sagt til um persónuleika þinn?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump
Pressan
Fyrir 5 dögum

Baðst afsökunar áður en hann var tekinn af lífi

Baðst afsökunar áður en hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Elon Musk sagður tryggja eigin hagsmuni um leið og hann sker niður hjá öðrum

Elon Musk sagður tryggja eigin hagsmuni um leið og hann sker niður hjá öðrum