fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Tóku mann af lífi sem myrti fyrrverandi eiginmann kærustu sinnar

Pressan
Fimmtudaginn 20. mars 2025 17:30

Aaron og fórnarlamb hans, Ted Price.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aaron Brian Gunches, 53 ára fangi á dauðadeild í Arizona, var tekinn af lífi í gær. Aaron þessi var sakfelldur fyrir að nema fyrrverandi eiginmann kærustu sinnar, Ted Price, á brott og skjóta hann til bana. Átti morðið sér stað skammt frá borginni Phoenix árið 2002.

Aaron var tekinn af lífi með banvænni lyfjablöndu í ríkisfangelsinu í Florence í gærmorgun.

Í frétt AP kemur fram að til átaka hafi komið á milli Aarons og Teds á heimili Aarons og kærustu hans, fyrrverandi eiginkonu Teds, undir lok árs 2002.

Mun Ted hafa hótað því að tilkynna fyrrverandi eiginkonu sinnar til barnaverndaryfirvalda þar sem hún hefði neytt fíkniefna fyrir framan börnin þeirra. Aaron sló Ted í andlitið, fór með hann út í bíl og ók út í eyðimörkina þar sem hann skaut hann til bana.

Aaron var handtekinn í janúar 2003 þegar lögreglumaður stöðvaði för hans. Hann var vopnaður og skaut lögregluþjóninn í brjóstkassann, en skothelt vesti varð til þess að lögreglumaðurinn særðist ekki lífshættulega.

Aaron játaði sök í málinu en var dæmdur til dauða fyrir morðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans
Pressan
Í gær

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Geta þessar myndir virkilega sagt til um persónuleika þinn?

Geta þessar myndir virkilega sagt til um persónuleika þinn?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump
Pressan
Fyrir 4 dögum

Baðst afsökunar áður en hann var tekinn af lífi

Baðst afsökunar áður en hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Elon Musk sagður tryggja eigin hagsmuni um leið og hann sker niður hjá öðrum

Elon Musk sagður tryggja eigin hagsmuni um leið og hann sker niður hjá öðrum