Fólkið hafði verið pyntað og síðan skotið til bana. Líkin fundust í uppþornuðum árfarvegi og hafði handskrifaður miði verið settur á þau.
Á miðanum stóð að sömu örlög bíði „allra engispretta“. Í Mexíkó er orðið „engispretta“ notað yfir svikara og benda skilaboðin til að eiturlyfjahringir telji að þremenningarnir hafi svikið þau.
Samkvæmt opinberum tölum voru 824 morð framin í Mexíkó frá 1. febrúar til 24. febrúar.