fbpx
Þriðjudagur 11.febrúar 2025
Pressan

Hörmulegt slys á sjúkrahúsi þegar fimm ára barn lést í lækningatæki

Pressan
Mánudaginn 3. febrúar 2025 15:00

Þrýstiklefi sambærilegur þeim sem sprakk.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimm ára barn lést í úthverfi bandarísku borgarinnar Detroit á föstudag þegar háþrýstiklefi á sjúkrahúsi í borginni sprakk. Móðir barnsins slasaðist einnig í sprengingunni.

Verið var að meðhöndla barnið í klefanum þegar slysið varð. Móðirin sem stóð við hliðina á tækinu hlaut áverka á öðrum handleggnum, að því er fram kemur í frétt AP.

Ben Chancock, yfirmaður lögreglu á svæðinu, segir að slysið sé í rannsókn og að á þessari stundu sé ekki vitað hvað fór úrskeiðis.

Háþrýstiklefar eru notaðir til að meðhöndla ýmsa kvilla en í honum anda sjúklingar að sér hreinu súrefni og er loftþrýstingur hærri en venjulega. Þetta mun stuðla að aukinni súrefnismettun í líkamanum. Í frétt AP kemur fram að slys af þessu tagi séu afar sjaldgæf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tímavélin: Óhugnaður á íslenskum sveitabæ – Tekinn af foreldrum sínum og sendur beint í greipar níðings

Tímavélin: Óhugnaður á íslenskum sveitabæ – Tekinn af foreldrum sínum og sendur beint í greipar níðings
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bæði kynin dragast að klámi

Bæði kynin dragast að klámi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur kaffi örvað efnaskiptin

Svona getur kaffi örvað efnaskiptin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Henti handklæðunum í vél – Áttaði sig á mistökunum þegar vélin var búin

Henti handklæðunum í vél – Áttaði sig á mistökunum þegar vélin var búin