fbpx
Þriðjudagur 11.febrúar 2025
Pressan

Varð skrímslið frá Birkenhead fórnarlamb versta réttarmorðs Bretlands?

Pressan
Sunnudaginn 2. febrúar 2025 22:02

Peter Sullivan í haldi lögreglu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í ágúst 1986 var hin 21 árs gamla Diane Sandall á heimleið frá vinnu sinni nærri bænum Birkenhead á Englandi. Svo óheppilega vildi til að bíllinn hennar varð bensínlaus og þurfti hún að ganga síðasta spottann heim.

Þangað komst hún hins vegar aldrei og það vakti þjóðarathygli þegar hálfnakið lík hennar fannst illa farið í útjaðri bæjarins. Sandall hafði greinilega orðið fyrir hrottalegum barsmíðum með einhverskonar verkfæri en það sem vakti mestan óhug var sú staðreynd að lík hennar var þakið bitförum eftir manneskju.

Diane Sindall var 21 árs gömul þegar hún var myrt með hrottalegum hætti

 

Sá sem þurfti að svara til saka fyrir glæpinn var smáglæpamaðurinn Peter Sullivan, sem þá var 29 ára gamall. Sullivan, sem var einstæður og atvinnulaus faðir, játaði að hafa myrt Sandall eftir langar yfirheyrslur. Hann sagðist hafa rekist á hana á förnum vegi, blindfullur eftir að hafa horft á fótboltaliðið sitt tapa illa, og skyndilega hafi morðæði gripið hann.

Síðar dró hann hins vegar játningu sína tilbaka og hefur alla tíð síðan haldið því fram að lögreglan hafi þvingað fram játninguna.

Þrátt fyrir það var Sullivan  sakfelldur fyrir morðið og dæmdur í lífstíðarfangelsi þar sem hann hefur setið síðan. Í fjölmiðlum hefur hann síðan verið kallaður „skrímslið frá Birkenhead“ eða „úlfmaðurinn“ út af bitförunum óhugnalegu.

Nú, þrjátíu og átta árum síðar, er vafi talinn leika á sekt hans og gott betur en það. Sullivan hefur reglulega óskað eftir því að mál hans verði endurupptekið en fengið neitun þrátt fyrir að ýmislegt bendi til þess að brotið hafi verið á réttindum hans við rannsókn málsins.

Það breyttist árið 2021 þegar beiðni hans um málið yrði rannsakað að nýju var samþykkt.

Skemmst er frá því að segja að DNA-rannsókn af sýnum sem tekin voru af líkinu virðist benda til þess að lífssýni af morðingjanum passi ekki við lífssýni Sullivans.

Á næstunni verður því réttað af nýju yfir skrímslinu frá Birkenhead.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tímavélin: Óhugnaður á íslenskum sveitabæ – Tekinn af foreldrum sínum og sendur beint í greipar níðings

Tímavélin: Óhugnaður á íslenskum sveitabæ – Tekinn af foreldrum sínum og sendur beint í greipar níðings
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bæði kynin dragast að klámi

Bæði kynin dragast að klámi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur kaffi örvað efnaskiptin

Svona getur kaffi örvað efnaskiptin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Henti handklæðunum í vél – Áttaði sig á mistökunum þegar vélin var búin

Henti handklæðunum í vél – Áttaði sig á mistökunum þegar vélin var búin